Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 09:53 Keith Alexander stýrði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) frá 2005 til 2014. Síðan þá hefur hann auðgast á ráðgjafarstörfum fyrir erlend ríki, þar á meðal Sádi-Arabíu. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Keith Alexander, uppgjafarhershöfðingi og forstjóri Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) í tíð George W. Bush og Baracks Obama, gerði samning við stjórnvöld um Ríad um að ráða þeim heilt um netöryggismál. Þóknun Alexander var 700.000 dollarar, jafnvirði meira en 95 milljóna íslenskra króna, að sögn Washington Post. Samninginn gerði Alexander við Sáda eftir að Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi haustið 2018. Bandaríska leyniþjónustan telur víst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið. Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu í ræðu og riti. Upplýsingarnar um samninginn er á meðal gagna sem Washington Post stefndi varnarmálaráðuneytinu til þess að fá afhent. Blaðið upplýsti í fyrra að fleiri en fimm hundruð fyrrverandi bandarískir herforingjar, þar á meðal fjöldi hershöfðingja og flotaforingja, þægju verktakagreiðslur frá erlendum ríkjum sem væru þekkt fyrir mannréttindabrot og kúgun á eigin borgurum. Þrátt fyrir að uppgjafarherforingjar þurfi leyfi bandarískra stjórnvalda til þess að starfa fyrir erlend ríki leiddi rannsókn Washington Post í ljós að svo gott sem allar umsóknir væru samþykktar. Eftirlit með því að farið sér eftir lögum um útsendara erlendra ríkja er nánast ekkert. Á þriðja tug í þjónustu Sáda Alexander er sá bandaríski fyrrverandi herforingi sem hefur makað krókinn mest allra frá árinu 2012 samkvæmt gögnunum sem Washington Post fékk í hendur. Ráðgjafarfyrirtæki hans þáði einnig 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 177 milljóna króna, frá japönskum stjórnvöldum vegna netöryggismála. Þjóðaröryggisstjórinn svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna greiðslnanna. Hann er á meðal 22 uppgjafar hershöfðingja og flotaforingja sem hafa ráðið sig í þjónustu sádiarabíska konungsdæmisins síðasta áratuginn. Flestir þeirra hafa unnið fyrir varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu undir stjórn Salman krónprins. Ráðgjafarstörfin gefa vel í aðra hönd. James L. Jones, fyrrverandi hershöfðingi í bandaríska landgönguliðinu, gerði þannig ráð fyrir að fá á bilinu 40.000 til 60.000 dollara á mánuði fyrir að vinna fyrir varnarmálaráðuneytið. Það er á bilinu fimm til átta milljónir króna. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru umsvifamest í að ráða fyrrverandi bandarískra herforingja í vinnu. Um 280 þeirra hafa tekið að sér ráðgjafarstörf þar frá 2015. Á meðal þeirra er James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Hann var hernaðarráðgjafi furstadæmanna áður en hann tók við ráðherraembættinu árið 2017. Skömmu eftir að hann sagði af sér árið 2019 fékk hann leyfi til að vinna aftur með þarlendum stjórnvöldum. Bandaríkjaþing ætlar að ræða málið á nefndarfundi í dag. Varnarmálaráðuneytið afhenti þinginu gögn um samninga uppgjafarherforingjanna í síðasta mánuði. Hermálanefnd öldungadeildarinnar krafðist þess að fá gögnin eftir umfjöllun Washington Post í fyrra.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Japan Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira