Sífellt fleiri mál felld niður hjá lögreglu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 15:46 Flest málin lúta að umferðarlagabrotum túrista. Vilhelm Gunnarsson 17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar. Árið 2020 var hlutfallið aðeins 14,3 prósent. Þá voru 10.418 mál felld niður og 177 kærum vísað frá. Ári seinna hafði hlutfallið hækkað í 18 prósent. Hins vegar var hlutfallið 22,3 prósent árið 2018. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. Túristar sem keyra hratt Langflest málin sem verða að engu eru umferðarlagabrot, einkum umferðarlagabrot erlendra ferðamanna sem varða hraðakstur og ekki hefur tekist að fullnusta. Árið 2022 voru 10.507 umferðarlagabrot felld niður, eða rúmlega 61 prósent allra brota. Þar á eftir koma auðgunarbrot, svo sem þjófnaðir, 3.217 talsins. Þá 1.403 brot er varða fjárréttindi, 1.057 sérrefsilagabrot svo sem fíkniefna og vopnalagabrot, 641 brot er falla undir flokkinn manndráp og líkamsmeiðingar, 347 ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, 40 skjalafalsmál, 34 brot er varða almannahættu og 19 kynferðisbrot. Lögregla vísar frá kæru ef ekki þykja efni til að hefja rannsókn. „Sé rannsókn hafin getur lögregla einnig hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað,“ segir í svarinu. Sé mál fellt niður er skylt að tilkynna kærenda það og getur hann þá kært ákvörðunina um niðurfellingu. Lögreglan Lögreglumál Umferð Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Árið 2020 var hlutfallið aðeins 14,3 prósent. Þá voru 10.418 mál felld niður og 177 kærum vísað frá. Ári seinna hafði hlutfallið hækkað í 18 prósent. Hins vegar var hlutfallið 22,3 prósent árið 2018. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. Túristar sem keyra hratt Langflest málin sem verða að engu eru umferðarlagabrot, einkum umferðarlagabrot erlendra ferðamanna sem varða hraðakstur og ekki hefur tekist að fullnusta. Árið 2022 voru 10.507 umferðarlagabrot felld niður, eða rúmlega 61 prósent allra brota. Þar á eftir koma auðgunarbrot, svo sem þjófnaðir, 3.217 talsins. Þá 1.403 brot er varða fjárréttindi, 1.057 sérrefsilagabrot svo sem fíkniefna og vopnalagabrot, 641 brot er falla undir flokkinn manndráp og líkamsmeiðingar, 347 ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, 40 skjalafalsmál, 34 brot er varða almannahættu og 19 kynferðisbrot. Lögregla vísar frá kæru ef ekki þykja efni til að hefja rannsókn. „Sé rannsókn hafin getur lögregla einnig hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað,“ segir í svarinu. Sé mál fellt niður er skylt að tilkynna kærenda það og getur hann þá kært ákvörðunina um niðurfellingu.
Lögreglan Lögreglumál Umferð Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira