Ætla að takmarka losun orkuvera í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 13:55 Kolaorkuver í Michigan. Gas- og kolaorkuver losa saman um fjórðung af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losaðar eru í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta leggur nú drög að reglum sem eiga að draga úr losun orkuvera á gróðurhúsalofttegundum. Kola- og gasknúin orkuver eru um fjórðungur af losun Bandaríkjanna en þetta væri í fyrsta skipti sem reglur yrðu settar um orkuver sem eru þegar í rekstri. Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum. Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum.
Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira