„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 17:46 Móðir mannsins segir sorgina óbærilega. Mesta sjokkið eigi þó líklega eftir að koma. Vísir/SteingrímurDúi Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. Heimildin ræddi við móður mannsins sem lést eftir árásina. Hann var 27 ára gamall pólskur karlmaður, átti fjölskyldu í heimalandinu, dóttur sem fæddist í Reykjavík. Maðurinn hafði komið aftur hingað til lands að vinna, til að sjá fyrir fjölskyldunni úti í Póllandi. „Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir. Ég er með djúpt sár í hjartanu,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. Óbærileg sorg Hún segir sorgina óbærilega en erfitt hafi gengið að fá upplýsingar um framgang málsins. Öll samskipti fari í gegnum túlk og nýr túlkur komi jafnóðum að. Móðirin var í dag viðstödd bænastund sem haldin var til stuðnings vinum og vandamönnum mannsins. Hún segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum en yfirskrift bænastundarinnar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Fjölmenni sótti bænastundina, sem haldin var í Landakotskirkju klukkan 13:00. Kristófer Gajowski skipulagði viðburðinn á eigin vegum en hann sagði að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Fjórir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins, ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára. Lögregla hefur ekki getað tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Meðal annars er til skoðunar hvort myndband af árásinni sé í dreifingu. Vitni voru að árásinni sem tilkynntu málið til lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Hinn látni var fluttur á bráðamóttöku en úrskurðaður látinn skömmu síðar, með fleiri en einn stunguáverka. Tvö hinna grunuðu voru handtekin á fimmtudagskvöld, einn sakborninga var handtekinn aðfararnótt fimmtudags og sá síðasti undir morgun. RÚV greindi frá því í dag að samskipti hins látna hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum þar sem árásin varð. Mbl.is greindi frá því síðdegis að ekki sé talið að árásin tengist uppruna mannsins. Þó verði allir fletir skoðaðir í viðlíka rannsókn. Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Heimildin ræddi við móður mannsins sem lést eftir árásina. Hann var 27 ára gamall pólskur karlmaður, átti fjölskyldu í heimalandinu, dóttur sem fæddist í Reykjavík. Maðurinn hafði komið aftur hingað til lands að vinna, til að sjá fyrir fjölskyldunni úti í Póllandi. „Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir. Ég er með djúpt sár í hjartanu,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. Óbærileg sorg Hún segir sorgina óbærilega en erfitt hafi gengið að fá upplýsingar um framgang málsins. Öll samskipti fari í gegnum túlk og nýr túlkur komi jafnóðum að. Móðirin var í dag viðstödd bænastund sem haldin var til stuðnings vinum og vandamönnum mannsins. Hún segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum en yfirskrift bænastundarinnar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Fjölmenni sótti bænastundina, sem haldin var í Landakotskirkju klukkan 13:00. Kristófer Gajowski skipulagði viðburðinn á eigin vegum en hann sagði að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Fjórir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins, ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára. Lögregla hefur ekki getað tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Meðal annars er til skoðunar hvort myndband af árásinni sé í dreifingu. Vitni voru að árásinni sem tilkynntu málið til lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Hinn látni var fluttur á bráðamóttöku en úrskurðaður látinn skömmu síðar, með fleiri en einn stunguáverka. Tvö hinna grunuðu voru handtekin á fimmtudagskvöld, einn sakborninga var handtekinn aðfararnótt fimmtudags og sá síðasti undir morgun. RÚV greindi frá því í dag að samskipti hins látna hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum þar sem árásin varð. Mbl.is greindi frá því síðdegis að ekki sé talið að árásin tengist uppruna mannsins. Þó verði allir fletir skoðaðir í viðlíka rannsókn.
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46