Neytendastofa slær á fingur Origo Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 23:31 Neytendastofa bannar Origo að nota fullyrðinguna í markaðsefni sínu. Vísir/Hanna/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað Origo hf. að nota fullyrðinguna „besta noise cancellation í heimi“ í markaðsefni um Bose heyrnartól sem fyrirtækið selur. Stofnunin taldi gögn sem Origo lagði fram sér til stuðnings ekki ná að sanna jafn afdráttarlausa fullyrðingu og þá sem um ræðir. Ábending um markaðssetningu Origo á Bose QuietComfort II heyrnartólum barst Neytendastofu þann 20. október í fyrra. Þar var stofnuninni bent á að Origo hafi birt fullyrðingar um að heyrnartólin væru með „besta noise cancellation í heimi.“ Í kjölfarið sendi Neytendastofa Origo bréf þar sem meðal annars var vísað til laga sem fjalla um skyldu fyrirtækja til að geta sannað fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum þeirra. Geti fyrirtæki ekki sannað fullyrðingarnar geti þær verið til þess fallnar að brjóta gegn ákvæðum í lögunum. Þá óskaði stofnunin eftir skýringum eða athugasemdum frá Origo vegna þessa. Heyrnartólin sem um ræðir.Skjáskot Niðurstaða rannsóknar hafi verið afgerandi Nokkrum dögum síðar barst Neytendastofu svar frá Origo. Þar kom fram að félagið telji sig ekki hafa brotið gegn lögum með fullyrðingunni. Bent var á að fyrir aftan umrædda fullyrðingu hafi verið að finna stjörnu sem vísi í texta sem jafnframt komi fram í auglýsingunni. Þar hafi komið fram að fullyrðingin væri samkvæmt rannsókn löggilts úttektaraðila. Í bréfinu frá Origo var einnig að finna samantekt úr niðurstöðu rannsóknarinnar sem um ræðir. Origo vísaði til þess að niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið afgerandi, umrædd heyrnartól frá Bose hafi verið með bestu hljóðdeyfinguna (e. noise cancellation) af þeim heyrnartólum sem voru prófuð. Á vefsíðu Origo stendur í dag að heyrnartólin séu útbúin „bestu noise cancelling tækni í heimi.“Skjáskot rrrrrrÞessi rannsókn hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla. Rannsóknin hafi ekki byggt á matskenndum skoðunum einstaklinga, hún hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin var prófuð með viðurkenndum aðferðum. Rannsóknin hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla á markaðnum. Hún byggi ekki á matskenndum skoðunum einstaklinga heldur sé um að ræða nákvæma rannsókn sem hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin hafi verið prófuð með viðurkenndum aðferðum. Þá benti Origo á að Bose, fyrirtækið sem framleiðir umrædd heyrnartól, hafi notað umrædda fullyrðingu í sínu markaðsefni. Banna Origo að nota fullyrðinguna Neytendastofa komst þó að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í lagi fyrir Origo að nota þessa fullyrðingu í markaðsefni sínu. Stofnunin ákvarðaði að Origo hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Origo hf. að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í lok ákvörðunar stofnunarinnar. Neytendur Tækni Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Ábending um markaðssetningu Origo á Bose QuietComfort II heyrnartólum barst Neytendastofu þann 20. október í fyrra. Þar var stofnuninni bent á að Origo hafi birt fullyrðingar um að heyrnartólin væru með „besta noise cancellation í heimi.“ Í kjölfarið sendi Neytendastofa Origo bréf þar sem meðal annars var vísað til laga sem fjalla um skyldu fyrirtækja til að geta sannað fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum þeirra. Geti fyrirtæki ekki sannað fullyrðingarnar geti þær verið til þess fallnar að brjóta gegn ákvæðum í lögunum. Þá óskaði stofnunin eftir skýringum eða athugasemdum frá Origo vegna þessa. Heyrnartólin sem um ræðir.Skjáskot Niðurstaða rannsóknar hafi verið afgerandi Nokkrum dögum síðar barst Neytendastofu svar frá Origo. Þar kom fram að félagið telji sig ekki hafa brotið gegn lögum með fullyrðingunni. Bent var á að fyrir aftan umrædda fullyrðingu hafi verið að finna stjörnu sem vísi í texta sem jafnframt komi fram í auglýsingunni. Þar hafi komið fram að fullyrðingin væri samkvæmt rannsókn löggilts úttektaraðila. Í bréfinu frá Origo var einnig að finna samantekt úr niðurstöðu rannsóknarinnar sem um ræðir. Origo vísaði til þess að niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið afgerandi, umrædd heyrnartól frá Bose hafi verið með bestu hljóðdeyfinguna (e. noise cancellation) af þeim heyrnartólum sem voru prófuð. Á vefsíðu Origo stendur í dag að heyrnartólin séu útbúin „bestu noise cancelling tækni í heimi.“Skjáskot rrrrrrÞessi rannsókn hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla. Rannsóknin hafi ekki byggt á matskenndum skoðunum einstaklinga, hún hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin var prófuð með viðurkenndum aðferðum. Rannsóknin hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla á markaðnum. Hún byggi ekki á matskenndum skoðunum einstaklinga heldur sé um að ræða nákvæma rannsókn sem hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin hafi verið prófuð með viðurkenndum aðferðum. Þá benti Origo á að Bose, fyrirtækið sem framleiðir umrædd heyrnartól, hafi notað umrædda fullyrðingu í sínu markaðsefni. Banna Origo að nota fullyrðinguna Neytendastofa komst þó að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í lagi fyrir Origo að nota þessa fullyrðingu í markaðsefni sínu. Stofnunin ákvarðaði að Origo hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Origo hf. að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í lok ákvörðunar stofnunarinnar.
Neytendur Tækni Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira