Körfubolti

Sólirnar og Stríðs­mennirnir með lífs­marki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stephen Curry var frábær í nótt.
Stephen Curry var frábær í nótt. Ezra Shaw/Getty Images

Phoenix Suns og Golden State Warriors unnu mikilvæga sigra í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá er Philadelphia 76ers komið í þægilega stöðu.

Meistarar Golden State Warriors voru í tómu tjóni gegn Sacramento Kings en fyrir leik næturinnar voru Kóngarnir 2-0 yfir í einvíginu. Það breyttist í nótt þegar Stephen Curry leiddi sína menn til sigurs, lokatölur 114-97.

Curry skoraði 36 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Kings var De‘Aaron Fox með 26 stig, 9 stoðsendingar og jafn mörg fráköst.

Sólirnar voru í sama pakka gegn Los Angeles Clippers. Staðan var 2-0 í einvíginu en Suns vann gríðarlega mikilvægan sigur í nótt gegn löskuðu Clippers-liði sem vantaði bæði Kawhi Leonard og Paul George, lokatölur 129-124.

Devin Booker fór mikinn í liði Suns en hann endaði með 45 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Kevin Durant skilaði 28 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Hjá Clippers var Norman Powell með 42 stig á meðan Russell Westbrook skoraði 30 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 8 fráköst.

76ers er komið 3-0 yfir gegn Brooklyn Nets eftir enn einn sigurinn í nótt, lokatölur 102-97. Tyrese Maxey var stigahæstur í liði 76ers með 25 stig á meðan Mikal Bridges skoraði 26 í liði Nets.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×