Innlent

Hand­tekinn dópaður með barn í bílnum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Maðurinn var handtekinn á vettvangi og málið unnið samkvæmt þartilgerðu verklagi.
Maðurinn var handtekinn á vettvangi og málið unnið samkvæmt þartilgerðu verklagi. Vísir/Vilhelm/Getty

Karlmaður var handtekinn klukkan 14 fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Barn var í bílnum og barnaverndanefnd hefur verið gert viðvart um málið.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að bifreiðinni hafi verið ekið í miðborg Reykjavíkur. Barnið hafi verið farþegi í bílnum. Meira kemur ekki fram, til dæmis um hvort föður eða ættingja barnsins hafi verið að ræða.

Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í dag að öðru leyti, að því er fram kemur í dagbókinni. Karlmaður var handtekinn um hádegisbil í dag fyrir að hafa keyrt fullur aftan á annan bíl á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Enginn slasaðist en bílarnir skemmdust töluvert.

Fram að aftanákeyrslan hafi átt sér stað klukkan 11:30. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi en sleppt að lokinni skýrslutöku síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×