Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá segjum við frá stöðunni í Úkraínu og grunsamlegum ljósblossa sem birtist yfir Kænugarði í gærkvöldi. Við fjöllum einnig um bakslag í bólusetningum barna í heiminum, sem framkvæmdastjóri UNICEF segir gríðarlegt áhyggjuefni. 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum.

Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs.

Og sumardeginum fyrsta er fagnað víða um land með metnaðarfullri dagskrá í dag. Við heyrum í skátahöfðingja Íslands, sem segir daginn orðinn einn þann mikilvægasta fyrir hreyfinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×