Innlent

Stakk af eftir að hafa ekið á hjól­reiða­mann

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hjólreiðamaðurinn reyndist viðbeinsbrotinn.
Hjólreiðamaðurinn reyndist viðbeinsbrotinn. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hafi verið á hjólreiðamann. Ökumaðurinn stakk af vettvangi en hjólreiðamaðurinn viðbeinsbrotnaði. Er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan ræddi við einstakling sem hafði farið inn í sjúkrabifreið á meðan áhöfn hennar var að sinna sjúkling í heimahúsi. Rótaði hann til þar, tók munina út og lagði þá á jörðina fyrir framan. Lögreglan segir einstaklingurinn glíma við andleg veikindi. 

Í Breiðholti var tilkynnt um slagsmál en um var að ræða börn undir lögaldri. Er málið því unnið með forráðamönnum og Barnavernd. 

Lögreglunni barst tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi. Ökumaður hafði þar ekið bifreið sinni þvert yfir hringtorg og á umferðarskilti. Var maðurinn ölvaður og því handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×