Fékk nóg af tilraunastarfsemi og fann fegurðina í þjálfun Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Ólafur Stefánsson finnur sig vel í þjálfuninni. Getty Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður og handboltastjarna, finnur sig vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari Erlangen í Þýskalandi. Hann áttaði sig á því að hann verður ekki verri manneskja við þjálfunina og er kominn með nóg af víðamikilli tilraunastarfsemi síðustu ára. „Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti