Viðskipti innlent

Ár­dís Björk nýr fram­kvæmda­stjóri lækninga á Reykja­lundi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.
Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Reykjalundur

Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Hún hefur undanfarin ár verið yfirlæknir og sinnt stjórnun við Södra Älvsborgs Sjukhus í Borås í Svíþjóð. Hún tekur við af Stefáni Yngvasyni sem sagði upp störfum að eigin ósk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjalundi. 

Þar segir að Árdís komi að fullu til starfa síðsumars en muni þó hefja störf að hluta í júní. Stefán Yngvason, núverandi framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum að eigin ósk en mun gegna starfinu fram á sumar þar til Árdís tekur við keflinu.

Árdís útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 2008 en þar að auki hefur hún sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum. Hún hefur undanfarin ár verið yfirlæknir og sinnt stjórnun við Södra Älvsborgs Sjukhus í Borås í Svíþjóð. Árdís hefur því góða reynslu af stjórnun mannauðsmála, rekstri heilbrigðisstofnana og stefnumótun. Samhliða stjórnun hefur hún ætíð starfað í klínísku starfi sem endurhæfingarlæknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×