Vísir fjallaði í febrúar um parið þegar þau voru nýbyrjuð að stinga saman nefjum. Þá birtust myndir af þeim á tvöföldu stefnumóti í Los Angeles með Justin og Hailey Bieber. Þá var ekki ljóst hvort um væri að ræða stakt stefnumót eða eitthvað meira.
En það hefur greinilega færst alvara í leikinn og ástin blómstrar enn hjá parinu sem sáust saman á tónlistarhátíðinni Coachella núna um helgina. Þar mátti sjá þau hjúfra sig upp við hvort annað í mannmergðinni að degi til og vanga saman við tónlist Frank Ocean um kvöldið.
Bad Bunny & Kendall Jenner last night at Frank Oceans s concert Coachella.
— Access Bad Bunny (@AccessBadBunny) April 17, 2023
pic.twitter.com/wffjVcWomZ
Glöggir aðdáendur fyrirsætunnar tóku einnig eftir því að Jenner brá fyrir í Instagram-sögu Bad Bunny yfir helgina. Í myndbandinu var hann að keyra golfbíl og syngja undir stýri. Í nokkrar sekúndur mátti sjá dökka hárlokka bera við andlit hans og síðar heyrðist Jenner tala í bakgrunninum.
Bad Bunny, sem er frá Puertó Ríkó, hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti tónlistarmaður heims. Hann hætti fyrir ekki svo löngu með kærustu sinni til margra ára, Gabrielu Berlingeri. Fyrr á árinu keypti hann sér síðan hús í Los Angeles og byrjaði parið í kjölfarið að slá sér upp.