Innlent

Bein út­sending: Upp­bygging heil­brigðis­kerfisins og nýr Land­spítali

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Framkvæmdir við nýjan Landspítala hafa staðið yfir frá því sumarið 2018.
Framkvæmdir við nýjan Landspítala hafa staðið yfir frá því sumarið 2018. Vísir/Vilhelm

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra kynna í dag kl. 11 heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins til ársins 2030.

Í tilkynningu segir að farið verði yfir stöðu Landspítalaverkefnisins og „metnaðarfulla áætlun um áframhaldandi fjárfestingu í innviðum heilbrigðiskerfisins“. 

Um sé að ræða langtímaáætlun sem taki tillit til þróunar og breyttra þarfa í heilbrigðisþjónustu sem sé ætlað að byggja undir velsæld þjóðarinnar.

Fundurinn verður í beinu streymi hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×