Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 11:09 Utanríkisráðherra hefur tilkynnt stjórnvöldum í Bandaríkjunum að kjarnorkuknúnum kafbátum bandaríska sjóhersins verði heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Getty Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins í dag er þessi ákvörðun utanríkisráðherra liður í stefnu stjórnvalda hér á landi að „styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.“ Fyrsti kafbáturinn sem kemur hingað mun fá þjónustu í nokkurra kílómetra fjarlægð úti fyrir ströndum landsins. Hann mun því ekki hafa viðkomu í höfn. Í tilkynningunni er bent á að kafbátar af sömu gerð og sá sem er væntanlegur til Íslands hafi reglulega viðkomu í flestum bandalagsríkjum, þar á meðal í Noregi og Færeyjum. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á það í tilkynningunni að „það sé skilyrði fyrir komu herskipa bandalagsríkja til landsins að stjórnvöld í viðkomandi ríkjum bæði þekki og virði ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.“ Þessi afstaða hafi verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Ekki gerður greinarmunur á sjóförum eftir aflgjafa Allir kafbátar sem eru í þjónustu bandaríska hersins eru knúnir kjarnorku. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ekki séu reglur eða lög í gildi á Íslandi sem gera greinarmun á sjóförum eftir því hvaða aflgjafi knýr þau. „Öll sjóför hafa heimild til þess að fara um íslenskt yfirráðasvæði í friðsamlegum tilgangi samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar þurfa stjórnvöld ríkis að sækja um leyfi til utanríkisráðuneytisins til að hafa viðdvöl innan landhelgi. Sé slíkt leyfi veitt er það háð skilyrðum og reglum sem settar eru um slíkar heimsóknir.“ Þá kemur fram að útbúnar hafa verið verklagsreglur í tengslum við heimsóknir kafbátanna. Reglurnar hafi verið unnar í náinni samvinnu utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra og taka mið af sambærilegum reglum í nágrannaríkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa átt samráð við stjórnvöld í nágrannaríkjum sem hafa margra áratuga reynslu af sambærilegum þjónustuheimsóknum kafbáta og hafa einnig gert það að skilyrði að ekki séu kjarnavopn um borð. Utanríkisráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn auk þess sem utanríkismálanefnd og þjóðaröryggisráð hafa verið upplýst um málið.Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Ísland hefur um nokkuð skeið veitt gistiríkjastuðning við kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í Keflavík. Sá stuðningur, sem nú er veittur með því að heimila komu kafbáta, er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“ Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins í dag er þessi ákvörðun utanríkisráðherra liður í stefnu stjórnvalda hér á landi að „styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.“ Fyrsti kafbáturinn sem kemur hingað mun fá þjónustu í nokkurra kílómetra fjarlægð úti fyrir ströndum landsins. Hann mun því ekki hafa viðkomu í höfn. Í tilkynningunni er bent á að kafbátar af sömu gerð og sá sem er væntanlegur til Íslands hafi reglulega viðkomu í flestum bandalagsríkjum, þar á meðal í Noregi og Færeyjum. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á það í tilkynningunni að „það sé skilyrði fyrir komu herskipa bandalagsríkja til landsins að stjórnvöld í viðkomandi ríkjum bæði þekki og virði ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.“ Þessi afstaða hafi verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Ekki gerður greinarmunur á sjóförum eftir aflgjafa Allir kafbátar sem eru í þjónustu bandaríska hersins eru knúnir kjarnorku. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ekki séu reglur eða lög í gildi á Íslandi sem gera greinarmun á sjóförum eftir því hvaða aflgjafi knýr þau. „Öll sjóför hafa heimild til þess að fara um íslenskt yfirráðasvæði í friðsamlegum tilgangi samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar þurfa stjórnvöld ríkis að sækja um leyfi til utanríkisráðuneytisins til að hafa viðdvöl innan landhelgi. Sé slíkt leyfi veitt er það háð skilyrðum og reglum sem settar eru um slíkar heimsóknir.“ Þá kemur fram að útbúnar hafa verið verklagsreglur í tengslum við heimsóknir kafbátanna. Reglurnar hafi verið unnar í náinni samvinnu utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra og taka mið af sambærilegum reglum í nágrannaríkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa átt samráð við stjórnvöld í nágrannaríkjum sem hafa margra áratuga reynslu af sambærilegum þjónustuheimsóknum kafbáta og hafa einnig gert það að skilyrði að ekki séu kjarnavopn um borð. Utanríkisráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn auk þess sem utanríkismálanefnd og þjóðaröryggisráð hafa verið upplýst um málið.Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Ísland hefur um nokkuð skeið veitt gistiríkjastuðning við kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í Keflavík. Sá stuðningur, sem nú er veittur með því að heimila komu kafbáta, er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“
Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira