Fótbolti

Enginn skorað úr fleiri víta­spyrnum á árinu en Jón Dagur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur fagnar síðasta marki sínu að hætti hússins.
Jón Dagur fagnar síðasta marki sínu að hætti hússins. Leuven

Jón Dagur Þorsteinsson er að gera það gott á sinni fyrstu leiktíð með OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni. Sem stendur hefur enginn skorað fleiri mörk úr vítaspyrnum en Jón Dagur á árinu 2023.

Hinn 24 ára gamli Jón Dagur gekk í raðir Leuven frá AGF í Danmörku síðasta sumar. Til þessa hefur hann spilað 30 leiki í belgísku úrvalsdeildinni og skorað 10 mörk ásamt því að gefa 3 stoðsendingar.

Er hann nú einn fimm Íslendinga sem hafa skorað 10 eða fleiri mörk í belgísku úrvalsdeildinni. Hinir fjórir eru Arnór Guðjohnsen, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Þórður Guðjónsson.

Jón Dagur skoraði úr vítaspyrnu í 4-0 sigri Leuven á Oostende um liðna helgi. Var það fimmta mark Kópavogsbúans úr vítaspyrnu á árinu 2023.

Ef marka má samfélagsmiðla Leuven þá hefur enginn leikmaður í Evrópu skorað fleiri mörk úr vítaspyrnum það sem af er ári.

Leuven er í 11. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar með 45 stig að loknum 33 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×