Umhyggja, umhugsun og umhverfisvernd Tryggvi Felixson skrifar 17. apríl 2023 16:01 Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar. Náttúran veitir okkur lífsfyllingu og vekur væntumþykju og þakklæti. Við þurfum á náttúrunni að halda, bæði til lífsviðurværis og sem innblástur. Náttúruvernd er í raun vernd mennskunnar. Án tengsla við náttúruna erum við manneskjurnar ekki heil, heldur á leið til glötunar. Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt. Það hefur leitt til þess að í náttúruna er sótt af græðgi og gáleysi. Nauðsynleg umhyggja og virðing gleymist. Hugsunarleysi í stað umhugsunar! Þessu vill Landvernd breyta. Margt í starfi samtakanna miðar að þessu. Meginboðskapur samtakanna um þessar mundir er að loftslagsvernd og náttúruvernd verða að haldast í hendur. Nú er komið að aðalfundi Landvernd 2023 þar sem félagið er í höndunum á um 5.600 félögum og 40 aðildarfélögum. Kosning til stjórnar stendur yfir með rafrænum hætti. Neyðarástand í loftslagsmálum Heimsbyggðin hóf fyrir meira en 30 árum sameiginlega vegferð gegn hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum – í orði. Orð eru til alls fyrst en án aðgerða eru þau einskis virði. Á þessum áratugum sem liðið hafa frá því að vandinn var viðurkenndur hefur árleg losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum vaxið um liðlega 40%. Viðvaranir vísindamannanna verða sífellt örvæntingarfyllri og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir þróuninni sem sameiginlegu sjálfsmorði mannkynsins. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að draga eigi úr losun Íslendinga um 1,3 miljón tonna eigi síðar en 2030. Enn eru þetta orðin tóm og þjóðin er komin í mikla skuld við Kýótósamkomulagið vegna vanefnda í loftslagsmálum. Spurning er hvort Íslendingar eru siðferðilega gjaldþrota í velmegun sinni og skeytingarleysi, ófærir um að takast á við vandann. Það er neyðarástand í þessum málum og Landvernd kallar eftir alvöru aðgerðum. Náttúran og mörk vaxtar Ósjálfbær hagvöxtur skapaði krísuna í samskiptum okkar við náttúruna og er helsta ástæðan fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ríkjandi hagvaxtarhugmyndafræði er kjarni vandans. Nægjusemi, lykillinn að sjálfri lífshamingjunni, er dyggð sem virðist algjörlega hafa gleymst. Í stað þess er athyglinni beint að frekari sókn í íslenska náttúru og víðerni svo tvöfalda megi raforkuframleiðslu landsins á tæpum tveimur áratugum. Öll þessi áform og afleiðingar þeirra eru kynnt á náttúrukorti Landverndar. Ísland er nú þegar með lífskjör á heimsmælikvarða og er margfaldur heimsmeistari í raforkunotkun – og á líklega næga raforku til að sinna skynsamlegum og nauðsynlegum orkuskiptum. Að ganga sífellt meira á móður náttúru leysir engan vanda heldur eykur hann. Ný hugsun er nauðsynleg Aðstæður kalla á nýja hugsun og hugmyndafræði þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Ósjálfbær vöxtur er ávísun á ógæfu komandi kynslóða. Þjóðin þarf að leita frelsis frá ánauð loftslags- og náttúruspillandi hagvaxtar! Landvernd hefur sett upp orkuskiptahermi þar sem greina má valkosti sem byggja á ólíkum forsendum. Þakkir Undanfarin fjögur ár hef ég verið formaður Landverndar. Það hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt og ríkur hluti af lífi mínu. Ég brenn enn fyrir þeim mikilvægu verkefnum sem Landvernd sinnir sem rödd náttúrunnar. Samtök eins og Landvernd þurfa að vera í sífelldri endurnýjun. Á aðalfundi Landverndar miðvikudaginn 19. apríl tekur nýr formaður við keflinu. Ég þakka traustið, baráttuandann og ánægjustundirnar. Sérstaklega þakka ég áhugasamri og jákvæðri stjórn, afburða framkvæmdastjóra og starfsmönnum sem brenna fyrir náttúruvernd og félögunum sem stand að baki Landvernd með rausnarlegum fjárframlögum. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Umhverfismál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar. Náttúran veitir okkur lífsfyllingu og vekur væntumþykju og þakklæti. Við þurfum á náttúrunni að halda, bæði til lífsviðurværis og sem innblástur. Náttúruvernd er í raun vernd mennskunnar. Án tengsla við náttúruna erum við manneskjurnar ekki heil, heldur á leið til glötunar. Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt. Það hefur leitt til þess að í náttúruna er sótt af græðgi og gáleysi. Nauðsynleg umhyggja og virðing gleymist. Hugsunarleysi í stað umhugsunar! Þessu vill Landvernd breyta. Margt í starfi samtakanna miðar að þessu. Meginboðskapur samtakanna um þessar mundir er að loftslagsvernd og náttúruvernd verða að haldast í hendur. Nú er komið að aðalfundi Landvernd 2023 þar sem félagið er í höndunum á um 5.600 félögum og 40 aðildarfélögum. Kosning til stjórnar stendur yfir með rafrænum hætti. Neyðarástand í loftslagsmálum Heimsbyggðin hóf fyrir meira en 30 árum sameiginlega vegferð gegn hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum – í orði. Orð eru til alls fyrst en án aðgerða eru þau einskis virði. Á þessum áratugum sem liðið hafa frá því að vandinn var viðurkenndur hefur árleg losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum vaxið um liðlega 40%. Viðvaranir vísindamannanna verða sífellt örvæntingarfyllri og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir þróuninni sem sameiginlegu sjálfsmorði mannkynsins. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að draga eigi úr losun Íslendinga um 1,3 miljón tonna eigi síðar en 2030. Enn eru þetta orðin tóm og þjóðin er komin í mikla skuld við Kýótósamkomulagið vegna vanefnda í loftslagsmálum. Spurning er hvort Íslendingar eru siðferðilega gjaldþrota í velmegun sinni og skeytingarleysi, ófærir um að takast á við vandann. Það er neyðarástand í þessum málum og Landvernd kallar eftir alvöru aðgerðum. Náttúran og mörk vaxtar Ósjálfbær hagvöxtur skapaði krísuna í samskiptum okkar við náttúruna og er helsta ástæðan fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ríkjandi hagvaxtarhugmyndafræði er kjarni vandans. Nægjusemi, lykillinn að sjálfri lífshamingjunni, er dyggð sem virðist algjörlega hafa gleymst. Í stað þess er athyglinni beint að frekari sókn í íslenska náttúru og víðerni svo tvöfalda megi raforkuframleiðslu landsins á tæpum tveimur áratugum. Öll þessi áform og afleiðingar þeirra eru kynnt á náttúrukorti Landverndar. Ísland er nú þegar með lífskjör á heimsmælikvarða og er margfaldur heimsmeistari í raforkunotkun – og á líklega næga raforku til að sinna skynsamlegum og nauðsynlegum orkuskiptum. Að ganga sífellt meira á móður náttúru leysir engan vanda heldur eykur hann. Ný hugsun er nauðsynleg Aðstæður kalla á nýja hugsun og hugmyndafræði þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Ósjálfbær vöxtur er ávísun á ógæfu komandi kynslóða. Þjóðin þarf að leita frelsis frá ánauð loftslags- og náttúruspillandi hagvaxtar! Landvernd hefur sett upp orkuskiptahermi þar sem greina má valkosti sem byggja á ólíkum forsendum. Þakkir Undanfarin fjögur ár hef ég verið formaður Landverndar. Það hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt og ríkur hluti af lífi mínu. Ég brenn enn fyrir þeim mikilvægu verkefnum sem Landvernd sinnir sem rödd náttúrunnar. Samtök eins og Landvernd þurfa að vera í sífelldri endurnýjun. Á aðalfundi Landverndar miðvikudaginn 19. apríl tekur nýr formaður við keflinu. Ég þakka traustið, baráttuandann og ánægjustundirnar. Sérstaklega þakka ég áhugasamri og jákvæðri stjórn, afburða framkvæmdastjóra og starfsmönnum sem brenna fyrir náttúruvernd og félögunum sem stand að baki Landvernd með rausnarlegum fjárframlögum. Höfundur er formaður Landverndar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun