Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 15:42 Mótmælendur vekja athygli á máli drengsins sem var skotinn þegar hann bankaði upp á í röngu húsi í Kansas-borg í Missouri í síðustu viku. AP/Susan Pfannmuller/The Kansas City Star Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. Yfirvöld hafa litlar upplýsingar viljað gefa um hvað gerðist þegar sextán ára gamall svartur drengur var skotinn lífshættulega þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Staðarfjölmiðlar segja að húsráðandinn sem skaut hann virðist vera hvítur, að sögn AP-fréttastofunnar. Frænka piltsins segir að hann honum hafi verið falið að sækja bræður sína en hann farið húsavillt og knúið dyra í röngu húsi. Hún segir að karlmaður hafi komið til dyra, séð drenginn og skotið hann í höfuðið. Þegar hann féll í jörðina hafi maðurinn skotið hann aftur. Piltinum hafi tekist að komast undan en þurft að leita ásjár í þremur húsum áður en honum var loks hjálpað. Lögreglan vill ekki staðfesta hversu oft pilturinn var skotinn. Stacey Graves, lögreglustjóri, segir að þær upplýsingar sem lögregla hafi í höndunum nú bendi ekki til þess að kynþáttur drengsins hafi verið ástæða þess að hann var skotinn en það sé enn til rannsóknar. Rannsóknin beinist einnig að því hvort að húsráðandinn hafi verið í rétti á grundvelli laga í Missouri sem gefur fólk leyfi til að verja heimili sitt með valdi. Húsráðandinn var handtekinn á fimmtudagskvöld og haldið í sólarhring. Ástand piltsins er sagt stöðugt en að sár hans séu lífshættuleg. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Yfirvöld hafa litlar upplýsingar viljað gefa um hvað gerðist þegar sextán ára gamall svartur drengur var skotinn lífshættulega þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Staðarfjölmiðlar segja að húsráðandinn sem skaut hann virðist vera hvítur, að sögn AP-fréttastofunnar. Frænka piltsins segir að hann honum hafi verið falið að sækja bræður sína en hann farið húsavillt og knúið dyra í röngu húsi. Hún segir að karlmaður hafi komið til dyra, séð drenginn og skotið hann í höfuðið. Þegar hann féll í jörðina hafi maðurinn skotið hann aftur. Piltinum hafi tekist að komast undan en þurft að leita ásjár í þremur húsum áður en honum var loks hjálpað. Lögreglan vill ekki staðfesta hversu oft pilturinn var skotinn. Stacey Graves, lögreglustjóri, segir að þær upplýsingar sem lögregla hafi í höndunum nú bendi ekki til þess að kynþáttur drengsins hafi verið ástæða þess að hann var skotinn en það sé enn til rannsóknar. Rannsóknin beinist einnig að því hvort að húsráðandinn hafi verið í rétti á grundvelli laga í Missouri sem gefur fólk leyfi til að verja heimili sitt með valdi. Húsráðandinn var handtekinn á fimmtudagskvöld og haldið í sólarhring. Ástand piltsins er sagt stöðugt en að sár hans séu lífshættuleg.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira