Bein útsending: Norræn sveitarfélög og loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 08:39 Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra, er á meðal ræðumanna á norrænu ráðstefnunni. Vísir/Arnar Rætt verður hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum geta undirbúið sig undir áhrif og afleðingar loftslagsbreytinga á norrænni ráðstefnu sem Veðurstofan og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur í dag. Streymt verður frá ráðstefnunni á Vísi og hefst dagskráin klukkan 9:00. Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stendur Veðurstofa Íslands, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, fyrir norrænni ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23. Ráðstefnan fer fram dagana 17. og 18. apríl á Grand hótel auk þess sem hægt verður að fylgjast með í streymi á www.nocca.is. Á ráðstefnunni í ár verður lögð sérstök áhersla á hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum undirbúa sig undir áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði að auka loftslagsþol, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga þvert á landamæri og náttúrumiðaðar lausnir sem leið til þess að búa sig undir breyttan heim. Á viðburðinum verða saman komnir norrænir sérfræðingar í viðfangsefninu frá sveitarfélögum og ráðuneytum, fagstofnunum og fyrirtækjum, háskólum og félagasamtökum. Það er því ljóst að um einstakt tækifæri er að ræða til þess að skiptast á þekkingu og læra af því sem vel hefur verið gert og jafnvel því sem illa hefur farið. Fyrri dagur ráðstefnunnar samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum en á seinni deginum gefst fundargestum tækifæri á að taka í áhugaverðum og skemmtilegum vinnustofum þar sem meðal annars verður notast við íslensk tilfelli til þess leita að úrlausnum áskorana. Niðurstöður ráðstefnunnar verða teknar saman í stefnuskjal sem mun nýtast sem leiðarvísir fyrir áframhaldandi norrænt samstarf á þessu sviði. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á www.nocca.is. Loftslagsmál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stendur Veðurstofa Íslands, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, fyrir norrænni ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23. Ráðstefnan fer fram dagana 17. og 18. apríl á Grand hótel auk þess sem hægt verður að fylgjast með í streymi á www.nocca.is. Á ráðstefnunni í ár verður lögð sérstök áhersla á hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum undirbúa sig undir áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði að auka loftslagsþol, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga þvert á landamæri og náttúrumiðaðar lausnir sem leið til þess að búa sig undir breyttan heim. Á viðburðinum verða saman komnir norrænir sérfræðingar í viðfangsefninu frá sveitarfélögum og ráðuneytum, fagstofnunum og fyrirtækjum, háskólum og félagasamtökum. Það er því ljóst að um einstakt tækifæri er að ræða til þess að skiptast á þekkingu og læra af því sem vel hefur verið gert og jafnvel því sem illa hefur farið. Fyrri dagur ráðstefnunnar samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum en á seinni deginum gefst fundargestum tækifæri á að taka í áhugaverðum og skemmtilegum vinnustofum þar sem meðal annars verður notast við íslensk tilfelli til þess leita að úrlausnum áskorana. Niðurstöður ráðstefnunnar verða teknar saman í stefnuskjal sem mun nýtast sem leiðarvísir fyrir áframhaldandi norrænt samstarf á þessu sviði. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á www.nocca.is.
Loftslagsmál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira