Fótbolti

Jón Dagur skoraði í stórsigri | Patrik Sigurður hélt hreinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur fagnar marki sínu.
Jón Dagur fagnar marki sínu. Leuven

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði þriðja mark Leuven og lagði upp það fjórða í 4-0 útisigri á Oostende í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Patrik Sigurður Gunnarsson hélt hreinu í sigri Viking í Noregi.

Jón Dagur skoraði úr vítaspyrnu á 58. mínútu og kom Leuven 3-0 yfir. Undir lok leiks bættu gestirnir við marki eftir stoðendingu Jón Dags og unnu öruggan 4-0 sigur. Jón Dagur spilaði allan tímann á vinstri vængnum í liði gestanna. Leuven er í 11. sæti deildarinnar með 45 stig að loknum 33 leikjum.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem lagði Lilleström 2-0 í norsku úrvalsdeildinni. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahóp Viking en hann er að glíma við meiðsli.

Viking er í 4. sæti deildarinnar með 3 stig eftir 2 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×