Trú á Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2023 13:00 Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika. Gagnrýni Þorbjargar beindist fyrst og fremst að veikleikum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og veikleikum krónunnar. Andsvar ráðherrans fólst í því að halda því fram að gagnrýni af því tagi beri vott um vantrú á sjálfstæðri peningastefnu sem síðan jafngilti vantrú á getu Íslands. Trú á fjármálaraðherra Fjármálaráðherrann sem þannig talar gerði í lok síðasta árs samning við Landsvirkjun um kaup ríkissjóðs á hlut fyrirtækisins í Landsneti. Landsvirkjun lánaði ríkissjóði fyrir kaupunum. Með því að fjármálaráðherra fer með alla hluti ríkissjóðs í Landsvirkjun sat hann beggja vegna borðsins. Í þessum viðskiptum birtist trú fjármálaráðherra á íslensku krónunni í því að hann lét ríkisfyrirtækið lána ríkissjóði í evrum. Satt best að segja eru góð og gild hagkvæmnirök fyrir því að reka Landsvirkjun í dollarahagkerfinu og láta hana lána ríkissjóði í evruhagkverfinu. Spurningin er bara þessi; hefði ekki fjármálaráðherra með fulla sýn á pólitískan og efnahagslegan veruleika sparað stóru orðin gagnvart þeim sem benda á það eitt að jafn góð og gild rök geta verið fyrir því að aðrir fái líka að njóta þessa hagræðis? Af hverju þessa viðkvæmni? Veruleikinn er sá að það ber fremur vott um styrkleika en veikleika í íslenskum þjóðarbúskap að útflutningsfyrirtækin, stærstu ferðaþjónustufyrirtækin, stóriðjufyrirtækin og stærsta orkufyrirtækið noti erlenda gjaldmiðla. Og fráleitt væri að halda því fram að innbyrðis lánaviðskipti milli ríkissjóðs og ríkisfyrirtækis í evrum sé vísbending um veikleika aða uppgjöf. Þríþætt hlutverk Almennt er rætt um að gjaldmiðill þjóni þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi er hann milliliður í daglegum viðskiptum. Í öðru lagi þarf gjaldmiðillinn að geta geymt verðmæti til að tryggja sparnað. Í þriðja lagi þarf gjaldmiðillinn að vera traustur verðmælir. Krónan dugar í daglegum búðarviðskiptum hér heima en ekki utan landsteinanna. Og hún dugar ekki til að halda uppi nauðsynlegum sparnaði. Krónan dugar heldur ekki sem mælikvarði á efnahagslega starfsemi. Í þeim tilgangi nota útflutningsfyrirtækin erlenda gjaldmiðla og fjármálaráðherra notar evrur þegar hann tekur lán hjá sjálfum sér í Landsvirkjun. Það endurspeglar síðan svo vel hversu vonlaust er að nota krónuna sem verðmæli að fjármálaráðherrann þarf að halda lífeyrissparnaði, sem jafngildir heilli þjóðarframleiðslu, í gjaldeyrishöftum. Til að halda uppi verðgildi krónunnar. Þetta er gamall veruleiki og nýr, en ekki spurning um trú eða vantrú. Verkfæri en ekki trúarbrögð Til þess að gerast aðili að evrópska myntsamstarfinu og geta tekið upp evru þarf Ísland að geta sýnt fram á að hér sé markaðsbúskapur án gjaldeyrishafta, virk samkeppni og strangar ríkisfjármálareglur. Og kjarkur til að fara eftir þeim. Þeir einir geta því talað fyrir traustum gjaldmiðli eins og evru sem hafa trú á þjóðarbúskapnum og getu okkar til að fylgja ströngustu ríkisfjármálareglum sem þekkjast. Mun réttar væri að segja að andstaðan við traustan alþjóðlegan gjaldmiðil byggðist á vantrú á getu Íslands. Gjaldmiðill getur einfaldlega ekki verið trúaratriði og heldur ekki sjálfstætt efnahagslegt markmið. Hann er aðeins verkfæri til að ná efnahagslegum markmiðum. Verkfærið eiga menn að velja til að tryggja samkeppnishæfni landsins og jafna möguleika fyrir alla en ekki bara suma. Sagan Lykilþáttur í viðreisnaraðgerðunum 1960 var ákvörðun um virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um gengisstöðugleika, sem kennt var við Bretton Woods. Þá voru efnahagslegu markmiðin metin meira virði en fullkomlega sjálfstæð peningastefna. Eins var þetta í þjóðarsáttinni 1990. Vinstri stjórnin sem þá sat lofaði fastgengisstefnu og Viðeyjarstjórnin sem tók við samþykkti að stefna að því að festa gegni krónunnar við evrópsku reiknieininguna, sem var undanfari evrunnar. Núverandi forsætisráðherra samþykkti í ríkisstjórn sumarið 2012 að Ísland stefndi að því að taka upp evru. Ekki hefur hún verið vantrúuð á getu Íslands í gegnum tíðina, eða hvað? Og ekki er nema rúmur áratugur síðan fjármálaráðherra birtist á kosningaspjöldum þar sem hann boðaði trúverðuga upptöku evru. Seta hans á stóli fjármálaráðherra síðan hefur ekki afsannað að sá kosningaboðskapur byggðist á gildum rökum. Þvert á móti. Land jafnra tækifæra Fjármálaráðherra segir að við eigum að trúa því að verðbólgan sé tímabundin. Það geri ég svo sannarlega. Þó að ríkissjóður leggi ekki sitt af mörkum mun Seðlabankinn gera það sem þarf. Spurningin um krónuna snýst bara um allt annað. Hvort sem verðbólgan er há eða lág þurfa vextir á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki að vera allt að þrefalt hærri en þeir eru að jafnaði í grannlöndunum. Sá munur skekkir samkeppnistöðu þeirra sem bundnir eru í krónuhagkerfinu hvort sem verðbólga er há eða lág. Sú mismunun sem af þessu hlýst er óréttlát. Óréttlæti dregur svo úr getu heildarinnar til að gera betur og hlaupa hraðar. Saman. Því á endanum snýst þetta um stöðugleika og hér verði raunverulega land jafnra tækifæra. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika. Gagnrýni Þorbjargar beindist fyrst og fremst að veikleikum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og veikleikum krónunnar. Andsvar ráðherrans fólst í því að halda því fram að gagnrýni af því tagi beri vott um vantrú á sjálfstæðri peningastefnu sem síðan jafngilti vantrú á getu Íslands. Trú á fjármálaraðherra Fjármálaráðherrann sem þannig talar gerði í lok síðasta árs samning við Landsvirkjun um kaup ríkissjóðs á hlut fyrirtækisins í Landsneti. Landsvirkjun lánaði ríkissjóði fyrir kaupunum. Með því að fjármálaráðherra fer með alla hluti ríkissjóðs í Landsvirkjun sat hann beggja vegna borðsins. Í þessum viðskiptum birtist trú fjármálaráðherra á íslensku krónunni í því að hann lét ríkisfyrirtækið lána ríkissjóði í evrum. Satt best að segja eru góð og gild hagkvæmnirök fyrir því að reka Landsvirkjun í dollarahagkerfinu og láta hana lána ríkissjóði í evruhagkverfinu. Spurningin er bara þessi; hefði ekki fjármálaráðherra með fulla sýn á pólitískan og efnahagslegan veruleika sparað stóru orðin gagnvart þeim sem benda á það eitt að jafn góð og gild rök geta verið fyrir því að aðrir fái líka að njóta þessa hagræðis? Af hverju þessa viðkvæmni? Veruleikinn er sá að það ber fremur vott um styrkleika en veikleika í íslenskum þjóðarbúskap að útflutningsfyrirtækin, stærstu ferðaþjónustufyrirtækin, stóriðjufyrirtækin og stærsta orkufyrirtækið noti erlenda gjaldmiðla. Og fráleitt væri að halda því fram að innbyrðis lánaviðskipti milli ríkissjóðs og ríkisfyrirtækis í evrum sé vísbending um veikleika aða uppgjöf. Þríþætt hlutverk Almennt er rætt um að gjaldmiðill þjóni þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi er hann milliliður í daglegum viðskiptum. Í öðru lagi þarf gjaldmiðillinn að geta geymt verðmæti til að tryggja sparnað. Í þriðja lagi þarf gjaldmiðillinn að vera traustur verðmælir. Krónan dugar í daglegum búðarviðskiptum hér heima en ekki utan landsteinanna. Og hún dugar ekki til að halda uppi nauðsynlegum sparnaði. Krónan dugar heldur ekki sem mælikvarði á efnahagslega starfsemi. Í þeim tilgangi nota útflutningsfyrirtækin erlenda gjaldmiðla og fjármálaráðherra notar evrur þegar hann tekur lán hjá sjálfum sér í Landsvirkjun. Það endurspeglar síðan svo vel hversu vonlaust er að nota krónuna sem verðmæli að fjármálaráðherrann þarf að halda lífeyrissparnaði, sem jafngildir heilli þjóðarframleiðslu, í gjaldeyrishöftum. Til að halda uppi verðgildi krónunnar. Þetta er gamall veruleiki og nýr, en ekki spurning um trú eða vantrú. Verkfæri en ekki trúarbrögð Til þess að gerast aðili að evrópska myntsamstarfinu og geta tekið upp evru þarf Ísland að geta sýnt fram á að hér sé markaðsbúskapur án gjaldeyrishafta, virk samkeppni og strangar ríkisfjármálareglur. Og kjarkur til að fara eftir þeim. Þeir einir geta því talað fyrir traustum gjaldmiðli eins og evru sem hafa trú á þjóðarbúskapnum og getu okkar til að fylgja ströngustu ríkisfjármálareglum sem þekkjast. Mun réttar væri að segja að andstaðan við traustan alþjóðlegan gjaldmiðil byggðist á vantrú á getu Íslands. Gjaldmiðill getur einfaldlega ekki verið trúaratriði og heldur ekki sjálfstætt efnahagslegt markmið. Hann er aðeins verkfæri til að ná efnahagslegum markmiðum. Verkfærið eiga menn að velja til að tryggja samkeppnishæfni landsins og jafna möguleika fyrir alla en ekki bara suma. Sagan Lykilþáttur í viðreisnaraðgerðunum 1960 var ákvörðun um virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um gengisstöðugleika, sem kennt var við Bretton Woods. Þá voru efnahagslegu markmiðin metin meira virði en fullkomlega sjálfstæð peningastefna. Eins var þetta í þjóðarsáttinni 1990. Vinstri stjórnin sem þá sat lofaði fastgengisstefnu og Viðeyjarstjórnin sem tók við samþykkti að stefna að því að festa gegni krónunnar við evrópsku reiknieininguna, sem var undanfari evrunnar. Núverandi forsætisráðherra samþykkti í ríkisstjórn sumarið 2012 að Ísland stefndi að því að taka upp evru. Ekki hefur hún verið vantrúuð á getu Íslands í gegnum tíðina, eða hvað? Og ekki er nema rúmur áratugur síðan fjármálaráðherra birtist á kosningaspjöldum þar sem hann boðaði trúverðuga upptöku evru. Seta hans á stóli fjármálaráðherra síðan hefur ekki afsannað að sá kosningaboðskapur byggðist á gildum rökum. Þvert á móti. Land jafnra tækifæra Fjármálaráðherra segir að við eigum að trúa því að verðbólgan sé tímabundin. Það geri ég svo sannarlega. Þó að ríkissjóður leggi ekki sitt af mörkum mun Seðlabankinn gera það sem þarf. Spurningin um krónuna snýst bara um allt annað. Hvort sem verðbólgan er há eða lág þurfa vextir á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki að vera allt að þrefalt hærri en þeir eru að jafnaði í grannlöndunum. Sá munur skekkir samkeppnistöðu þeirra sem bundnir eru í krónuhagkerfinu hvort sem verðbólga er há eða lág. Sú mismunun sem af þessu hlýst er óréttlát. Óréttlæti dregur svo úr getu heildarinnar til að gera betur og hlaupa hraðar. Saman. Því á endanum snýst þetta um stöðugleika og hér verði raunverulega land jafnra tækifæra. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun