Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar á sínum stað á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar á sínum stað á slaginu 12.

Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitastjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitastjóra. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Við ræðum einnig við heilbrigðisráðherra um nikótínpúðanotkun og fjöllum um sprengjutilræði gegn forsætisráðherra Japans á kosningafundi í dag.  Þá eru það stjórnmálin; alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar.

Þá heyrum við af ánægju með hælisleitendur sem dvelja á heimavistinni á Laugarvatni um þessar mundir og tökum stöðuna á Fossavatnsgöngunni á Ísafirði, stærstu skíðagöngu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×