Engum varð meint af sprengingunni og lögregla yfirbugaði árásarmanninn á vettvangi á meðan almennir borgarar tóku til fótanna, að því er segir í frétt AP um málið. Myndskeið frá AP af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan:
Ungur karlmaður hefur verið handtekinn að Hirokazu Matsuno, ritara ríkisstjórnar Japans. Hann svaraði ekki spurningum fréttamanna um hagi ódæðismannsins eða hvað vakti fyrir honum þegar hann kastaði sprengju í átt að Kishida. Hann segir það vera til rannsóknar hjá lögreglu.
Japanir eru enn að jafna sig eftir að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans til níu ára, var ráðinn af dögum á kosningafundi í Nara fyrir um níu mánuðum.
Abe var að styðja frambjóðanda flokks síns í Nara þegar hann var myrtur en Kishida var að gera slíkt hið sama í Wakayama, þegar sprengjunni var kastað í átt að honum. Málið hefur eins og gefur að skilja vakið mikinn óhug í landinu.