Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2023 20:35 Varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson vandar forystunni ekki kveðjurnar vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir. Hann leggur til að nafni Sjálfstæðisflokksins verði breytt í Flokkurinn, því hann sé horfinn frá öllum sínum grunngildum. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum. Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira