Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2023 20:35 Varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson vandar forystunni ekki kveðjurnar vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir. Hann leggur til að nafni Sjálfstæðisflokksins verði breytt í Flokkurinn, því hann sé horfinn frá öllum sínum grunngildum. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum. Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent