Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2023 20:35 Varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson vandar forystunni ekki kveðjurnar vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir. Hann leggur til að nafni Sjálfstæðisflokksins verði breytt í Flokkurinn, því hann sé horfinn frá öllum sínum grunngildum. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum. Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira