Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 11:28 Hleðslustöðin er rammgirt með steyptum stöplum og kanti. Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“ Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“
Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent