Daníel Guðjohnsen orðlaus í aðalliðið: „Besta tilfinning sem ég hef fundið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 08:31 Daníel Tristan Guðjohnsen gæti mögulega spilað sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár, sautján ára gamall. malmoff.se Þrátt fyrir að hafa rétt orðið 17 ára í síðasta mánuði þá er knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen búinn að vinna sér inn sæti í aðalliðshópi sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið. Sænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið.
Sænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira