„Því miður brotnuðum við allt of snemma“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 13. apríl 2023 21:30 Rúnar Ingi Erlingsson er og verður að öllum líkindum áfram þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað. Fréttamaður Vísis ræddi við Rúnar að leik loknum og velti fyrst fyrir sér hvaða tilfinningar bærðust innra með honum eftir þessa niðurstöðu. „Þær eru margar vondar. Það er sárt eftir mikla vinnu yfir nánast heilt ár. Þetta er súrt og ég er svekktur en heilt yfir tímabilið er ég stoltur af liðinu mínu. Stoltur af stelpunum og hvernig þær hafa brugðist við hinum ýmsu stöðum sem hafa komið upp. Því miður fór sem fór og þetta var ekki gott.“ Njarðvíkurliðið virtist í þessum fjórða leik skorta trú á að það gæti unnið annan leik í einvíginu án síns stigahæsta leikmanns, Aliyah Collier. Krafturinn sem liðið sýndi í sigrinum í leik tvö virtist alveg hafa horfið. Rúnar var nokkuð sammála því. „Trúleysi. Við áttum flottar sóknir í byrjun og áttum fín skot. Gerum vel varnarlega, erum að stíga út en um leið og Keflavík nær einu áhlaupi og fjöri og stemmningu þá bognum við strax. Við náðum illa að skora í 40 mínútur. Keflavík gerir vel varnarlega að ýta okkur út í alls konar hluti.“ „Það er ekki bara ég sem er sár og svekktur leikmennirnir eru það líka. Þær eru búnar að vinna allt síðasta sumar og í allan vetur að einhverjum markmiðum og sjá síðan það vera að fara frá sér. Þá fer trúin og það gengur ekkert upp. Við ætluðum að sýna klærnar og láta Keflavík hafa fyrir þessu. Því miður brotnuðum við allt of snemma.“ Þegar horft er yfir þessa leiktíð hjá Njarðvíkingum þá hafa mikil meiðsli í hópnum sett þó nokkur strik í reikninginn. Síðast hjá stigahæsta leikmanninum Aliyah Collier sem meiddist í fyrsta leik einvígisins og gat ekki spilað meira með. Rúnar taldi ekki að meiðsli ein og sér skýrðu það að Njarðvíkurliðið væri nú úr leik en liðið hefði þó illa getað verið án Aliyah Collier . „Meiðslavandræði lituðu tímabilið okkar en það er hluti af íþróttum. Ég læri af þessu sem þjálfari. Okkar leiðtogi frá í fyrra, Aliyah Collier, er svo stór hluti af því sem við gerum. Við erum ekki með hana til þess að bakka okkur upp og vera drifkrafturinn sem bjargar okkur fyrir horn. Þá náum við ekki nægilega sterkri frammistöðu hvorki varnarlega né sóknarlega.“ „Kannski get ég lært af því að setja ekki of mikla ábyrgð á einn leikmann. Sóknarleikurinn okkar er ekki byggður á Aliyah Collier einni en þegar hún dettur út þá eru svörin okkar ekki nógu góð. Þessi sería litast af því að hana vantar en það er engin afsökun. Það er hluti af íþróttum.“ Í leikmannahóp Njarðvíkurliðsins eru ungir leikmenn sem fengu mismikil tækifæri í vetur og Rúnar á allt eins von á því að að minnsta kosti sumir þeirra muni fá stærra hlutverk á næstu leiktíð. „Já, klárlega. Við vorum með mjög ungt lið sem var byggt upp á tíundu bekkingum sem var í tvö ár í fyrstu deild og var síðan Íslandmeistari. Það fara þrjár nítján ára til Bandaríkjanna í skóla og þá er kannski bilið niður í næstu leikmenn sem eru tilbúnir aðeins stærra og maður þarf að gefa því tíma. Við erum samt heppinn í Njarðvík að eiga fullt af frábærum og efnilegum stelpum.“ „Það er hluti af vorinu að setja saman lið fyrir næsta tímabil og ákveða hvaða stefnu við tökum. Við erum búin að koma kvennakörfuboltanum í Njarðvík á kortið með Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og sæti í undanúrslitum í ár. Við höldum áfram að byggja ofan á það.“ Að lokum var Rúnar spurður óhjákvæmilegrar spurningar um hvort hann muni áfram þjálfa kvennalið Njarðvíkur næsta vetur. „Ég býst við því já. Það er stefnan.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira
Fréttamaður Vísis ræddi við Rúnar að leik loknum og velti fyrst fyrir sér hvaða tilfinningar bærðust innra með honum eftir þessa niðurstöðu. „Þær eru margar vondar. Það er sárt eftir mikla vinnu yfir nánast heilt ár. Þetta er súrt og ég er svekktur en heilt yfir tímabilið er ég stoltur af liðinu mínu. Stoltur af stelpunum og hvernig þær hafa brugðist við hinum ýmsu stöðum sem hafa komið upp. Því miður fór sem fór og þetta var ekki gott.“ Njarðvíkurliðið virtist í þessum fjórða leik skorta trú á að það gæti unnið annan leik í einvíginu án síns stigahæsta leikmanns, Aliyah Collier. Krafturinn sem liðið sýndi í sigrinum í leik tvö virtist alveg hafa horfið. Rúnar var nokkuð sammála því. „Trúleysi. Við áttum flottar sóknir í byrjun og áttum fín skot. Gerum vel varnarlega, erum að stíga út en um leið og Keflavík nær einu áhlaupi og fjöri og stemmningu þá bognum við strax. Við náðum illa að skora í 40 mínútur. Keflavík gerir vel varnarlega að ýta okkur út í alls konar hluti.“ „Það er ekki bara ég sem er sár og svekktur leikmennirnir eru það líka. Þær eru búnar að vinna allt síðasta sumar og í allan vetur að einhverjum markmiðum og sjá síðan það vera að fara frá sér. Þá fer trúin og það gengur ekkert upp. Við ætluðum að sýna klærnar og láta Keflavík hafa fyrir þessu. Því miður brotnuðum við allt of snemma.“ Þegar horft er yfir þessa leiktíð hjá Njarðvíkingum þá hafa mikil meiðsli í hópnum sett þó nokkur strik í reikninginn. Síðast hjá stigahæsta leikmanninum Aliyah Collier sem meiddist í fyrsta leik einvígisins og gat ekki spilað meira með. Rúnar taldi ekki að meiðsli ein og sér skýrðu það að Njarðvíkurliðið væri nú úr leik en liðið hefði þó illa getað verið án Aliyah Collier . „Meiðslavandræði lituðu tímabilið okkar en það er hluti af íþróttum. Ég læri af þessu sem þjálfari. Okkar leiðtogi frá í fyrra, Aliyah Collier, er svo stór hluti af því sem við gerum. Við erum ekki með hana til þess að bakka okkur upp og vera drifkrafturinn sem bjargar okkur fyrir horn. Þá náum við ekki nægilega sterkri frammistöðu hvorki varnarlega né sóknarlega.“ „Kannski get ég lært af því að setja ekki of mikla ábyrgð á einn leikmann. Sóknarleikurinn okkar er ekki byggður á Aliyah Collier einni en þegar hún dettur út þá eru svörin okkar ekki nógu góð. Þessi sería litast af því að hana vantar en það er engin afsökun. Það er hluti af íþróttum.“ Í leikmannahóp Njarðvíkurliðsins eru ungir leikmenn sem fengu mismikil tækifæri í vetur og Rúnar á allt eins von á því að að minnsta kosti sumir þeirra muni fá stærra hlutverk á næstu leiktíð. „Já, klárlega. Við vorum með mjög ungt lið sem var byggt upp á tíundu bekkingum sem var í tvö ár í fyrstu deild og var síðan Íslandmeistari. Það fara þrjár nítján ára til Bandaríkjanna í skóla og þá er kannski bilið niður í næstu leikmenn sem eru tilbúnir aðeins stærra og maður þarf að gefa því tíma. Við erum samt heppinn í Njarðvík að eiga fullt af frábærum og efnilegum stelpum.“ „Það er hluti af vorinu að setja saman lið fyrir næsta tímabil og ákveða hvaða stefnu við tökum. Við erum búin að koma kvennakörfuboltanum í Njarðvík á kortið með Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og sæti í undanúrslitum í ár. Við höldum áfram að byggja ofan á það.“ Að lokum var Rúnar spurður óhjákvæmilegrar spurningar um hvort hann muni áfram þjálfa kvennalið Njarðvíkur næsta vetur. „Ég býst við því já. Það er stefnan.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira