„Því miður brotnuðum við allt of snemma“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 13. apríl 2023 21:30 Rúnar Ingi Erlingsson er og verður að öllum líkindum áfram þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað. Fréttamaður Vísis ræddi við Rúnar að leik loknum og velti fyrst fyrir sér hvaða tilfinningar bærðust innra með honum eftir þessa niðurstöðu. „Þær eru margar vondar. Það er sárt eftir mikla vinnu yfir nánast heilt ár. Þetta er súrt og ég er svekktur en heilt yfir tímabilið er ég stoltur af liðinu mínu. Stoltur af stelpunum og hvernig þær hafa brugðist við hinum ýmsu stöðum sem hafa komið upp. Því miður fór sem fór og þetta var ekki gott.“ Njarðvíkurliðið virtist í þessum fjórða leik skorta trú á að það gæti unnið annan leik í einvíginu án síns stigahæsta leikmanns, Aliyah Collier. Krafturinn sem liðið sýndi í sigrinum í leik tvö virtist alveg hafa horfið. Rúnar var nokkuð sammála því. „Trúleysi. Við áttum flottar sóknir í byrjun og áttum fín skot. Gerum vel varnarlega, erum að stíga út en um leið og Keflavík nær einu áhlaupi og fjöri og stemmningu þá bognum við strax. Við náðum illa að skora í 40 mínútur. Keflavík gerir vel varnarlega að ýta okkur út í alls konar hluti.“ „Það er ekki bara ég sem er sár og svekktur leikmennirnir eru það líka. Þær eru búnar að vinna allt síðasta sumar og í allan vetur að einhverjum markmiðum og sjá síðan það vera að fara frá sér. Þá fer trúin og það gengur ekkert upp. Við ætluðum að sýna klærnar og láta Keflavík hafa fyrir þessu. Því miður brotnuðum við allt of snemma.“ Þegar horft er yfir þessa leiktíð hjá Njarðvíkingum þá hafa mikil meiðsli í hópnum sett þó nokkur strik í reikninginn. Síðast hjá stigahæsta leikmanninum Aliyah Collier sem meiddist í fyrsta leik einvígisins og gat ekki spilað meira með. Rúnar taldi ekki að meiðsli ein og sér skýrðu það að Njarðvíkurliðið væri nú úr leik en liðið hefði þó illa getað verið án Aliyah Collier . „Meiðslavandræði lituðu tímabilið okkar en það er hluti af íþróttum. Ég læri af þessu sem þjálfari. Okkar leiðtogi frá í fyrra, Aliyah Collier, er svo stór hluti af því sem við gerum. Við erum ekki með hana til þess að bakka okkur upp og vera drifkrafturinn sem bjargar okkur fyrir horn. Þá náum við ekki nægilega sterkri frammistöðu hvorki varnarlega né sóknarlega.“ „Kannski get ég lært af því að setja ekki of mikla ábyrgð á einn leikmann. Sóknarleikurinn okkar er ekki byggður á Aliyah Collier einni en þegar hún dettur út þá eru svörin okkar ekki nógu góð. Þessi sería litast af því að hana vantar en það er engin afsökun. Það er hluti af íþróttum.“ Í leikmannahóp Njarðvíkurliðsins eru ungir leikmenn sem fengu mismikil tækifæri í vetur og Rúnar á allt eins von á því að að minnsta kosti sumir þeirra muni fá stærra hlutverk á næstu leiktíð. „Já, klárlega. Við vorum með mjög ungt lið sem var byggt upp á tíundu bekkingum sem var í tvö ár í fyrstu deild og var síðan Íslandmeistari. Það fara þrjár nítján ára til Bandaríkjanna í skóla og þá er kannski bilið niður í næstu leikmenn sem eru tilbúnir aðeins stærra og maður þarf að gefa því tíma. Við erum samt heppinn í Njarðvík að eiga fullt af frábærum og efnilegum stelpum.“ „Það er hluti af vorinu að setja saman lið fyrir næsta tímabil og ákveða hvaða stefnu við tökum. Við erum búin að koma kvennakörfuboltanum í Njarðvík á kortið með Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og sæti í undanúrslitum í ár. Við höldum áfram að byggja ofan á það.“ Að lokum var Rúnar spurður óhjákvæmilegrar spurningar um hvort hann muni áfram þjálfa kvennalið Njarðvíkur næsta vetur. „Ég býst við því já. Það er stefnan.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Fréttamaður Vísis ræddi við Rúnar að leik loknum og velti fyrst fyrir sér hvaða tilfinningar bærðust innra með honum eftir þessa niðurstöðu. „Þær eru margar vondar. Það er sárt eftir mikla vinnu yfir nánast heilt ár. Þetta er súrt og ég er svekktur en heilt yfir tímabilið er ég stoltur af liðinu mínu. Stoltur af stelpunum og hvernig þær hafa brugðist við hinum ýmsu stöðum sem hafa komið upp. Því miður fór sem fór og þetta var ekki gott.“ Njarðvíkurliðið virtist í þessum fjórða leik skorta trú á að það gæti unnið annan leik í einvíginu án síns stigahæsta leikmanns, Aliyah Collier. Krafturinn sem liðið sýndi í sigrinum í leik tvö virtist alveg hafa horfið. Rúnar var nokkuð sammála því. „Trúleysi. Við áttum flottar sóknir í byrjun og áttum fín skot. Gerum vel varnarlega, erum að stíga út en um leið og Keflavík nær einu áhlaupi og fjöri og stemmningu þá bognum við strax. Við náðum illa að skora í 40 mínútur. Keflavík gerir vel varnarlega að ýta okkur út í alls konar hluti.“ „Það er ekki bara ég sem er sár og svekktur leikmennirnir eru það líka. Þær eru búnar að vinna allt síðasta sumar og í allan vetur að einhverjum markmiðum og sjá síðan það vera að fara frá sér. Þá fer trúin og það gengur ekkert upp. Við ætluðum að sýna klærnar og láta Keflavík hafa fyrir þessu. Því miður brotnuðum við allt of snemma.“ Þegar horft er yfir þessa leiktíð hjá Njarðvíkingum þá hafa mikil meiðsli í hópnum sett þó nokkur strik í reikninginn. Síðast hjá stigahæsta leikmanninum Aliyah Collier sem meiddist í fyrsta leik einvígisins og gat ekki spilað meira með. Rúnar taldi ekki að meiðsli ein og sér skýrðu það að Njarðvíkurliðið væri nú úr leik en liðið hefði þó illa getað verið án Aliyah Collier . „Meiðslavandræði lituðu tímabilið okkar en það er hluti af íþróttum. Ég læri af þessu sem þjálfari. Okkar leiðtogi frá í fyrra, Aliyah Collier, er svo stór hluti af því sem við gerum. Við erum ekki með hana til þess að bakka okkur upp og vera drifkrafturinn sem bjargar okkur fyrir horn. Þá náum við ekki nægilega sterkri frammistöðu hvorki varnarlega né sóknarlega.“ „Kannski get ég lært af því að setja ekki of mikla ábyrgð á einn leikmann. Sóknarleikurinn okkar er ekki byggður á Aliyah Collier einni en þegar hún dettur út þá eru svörin okkar ekki nógu góð. Þessi sería litast af því að hana vantar en það er engin afsökun. Það er hluti af íþróttum.“ Í leikmannahóp Njarðvíkurliðsins eru ungir leikmenn sem fengu mismikil tækifæri í vetur og Rúnar á allt eins von á því að að minnsta kosti sumir þeirra muni fá stærra hlutverk á næstu leiktíð. „Já, klárlega. Við vorum með mjög ungt lið sem var byggt upp á tíundu bekkingum sem var í tvö ár í fyrstu deild og var síðan Íslandmeistari. Það fara þrjár nítján ára til Bandaríkjanna í skóla og þá er kannski bilið niður í næstu leikmenn sem eru tilbúnir aðeins stærra og maður þarf að gefa því tíma. Við erum samt heppinn í Njarðvík að eiga fullt af frábærum og efnilegum stelpum.“ „Það er hluti af vorinu að setja saman lið fyrir næsta tímabil og ákveða hvaða stefnu við tökum. Við erum búin að koma kvennakörfuboltanum í Njarðvík á kortið með Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og sæti í undanúrslitum í ár. Við höldum áfram að byggja ofan á það.“ Að lokum var Rúnar spurður óhjákvæmilegrar spurningar um hvort hann muni áfram þjálfa kvennalið Njarðvíkur næsta vetur. „Ég býst við því já. Það er stefnan.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira