Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2023 12:25 Þeir Ómar og Reynir hafa lengi eldað grátt silfur. Ómar segir frétt á mannlif.is vera hálfsannleik. Hann skuldi skattinum ekki krónu þrátt fyrir að í frétt Mannlífs komi fram að hann standi frammi fyrir himinhárri skuld. vísir/vilhelm/aðsend Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. „Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“ Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokasprettinu í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Sjá meira
„Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“
Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokasprettinu í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Sjá meira