Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2023 20:00 Dagur B. Eggertsson segir stóran hluta skulda Reykjavíkurborgar vera óverðtryggð lán. Meðal annars þess vegna standi borgin betur en flest sveitarfélög varðandi vöxt skulda. Stöð 2/Arnar Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44