Viðskipti innlent

Plaio ræður tvo til að leiða við­skipta­þróun

Atli Ísleifsson skrifar
Ari Cofini og Christian Hartvig.
Ari Cofini og Christian Hartvig. Aðsend

Hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið þá Ari Cofini og Christian Hartvig til að leiða viðskiptaþróun fyrirtækisins í Bandaríkjunum annars vegar og Evrópu hins vegar. 

Í tilkynningu segir að Ari Cofini gafu verið ráðinn til að leiða viðskiptaþróun PLAIO í Bandaríkjunum (Head of U.S. Business Development) og verði staðsettur í Wilmington í Norður-Karólínu. 

„Síðastliðinn áratug hefur hann gegnt sambærilegum hlutverkum hjá hinum ýmsu tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum, þar á meðan í líftæknigeiranum. Ari er með MBA-gráðu frá Northern Arizona University og B.S. gráðu í markaðsfræði og samskiptum frá Appalachian State University.

Christian Hartvig kemur til PLAIO frá AGR Dynamics í Danmörku og mun hann leiða viðskiptaþróun fyrirtækisins í Evrópu (Head of EU Business Development). Í starfi sínu hjá AGR gegndi hann veigamiklu hlutverki í uppbyggingu fyrirtækisins í Danmörku síðastliðin átta ár en þar áður var hann viðskiptastjóri hjá Slimstock, sem hjálpar fyrirtækjum að stjórna aðfangakeðjunni. Christian verður staðsettur í Kaupmannahöfn og mun reynsla hans og þekking í viðskiptaþróun á hugbúnaðarlausnum vera lykill að áframhaldandi vexti PLAIO í Evrópu,“ segir í tilkynningunni.

Fyrirtækið þróar hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir meðal annars gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×