Hinn látni karlmaður um áttrætt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2023 11:49 Skipverjar kölluðu strax eftir aðstoð þegar þeir sáu bíl fara í sjóinn. Aðsend Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“ Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“
Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24