Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 11:15 Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir að gerðar hafi verið athugasemdir við lengd 10 ára kjarasamningsins. Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41
Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46