Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 11:15 Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir að gerðar hafi verið athugasemdir við lengd 10 ára kjarasamningsins. Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41
Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46