Æsispennandi átta liða úrslit en einstefna í úrslitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2023 13:00 Fulltrúar Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og K100 mættust í úrslitaviðureigninni í ár. Vísir/Agnes Þótt að Fréttablaðið hafi verið lýst gjaldþrota þann 31. mars síðastliðinn þá stóðu fulltrúar fjölmiðilsins sig með miklum sóma í árlegri spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. Frammistaðan dugði ekki til sigurs í keppninni en fulltrúar hins fallna risa fóru alla leið í undanúrslit. Spurningakeppni fjölmiðlanna hefur verið fastur liður á Bylgjunni í vel á annan áratug. Þættirnir eru teknir upp í aðdraganda páska og ríkir mikil leynd yfir úrslitunum. Landsmenn á ferðalagi um landið, í sumarbústöðum eða heima í eldhúsi spreyta sig á spurningunum. Björn Teitsson stýrði keppninni í ár og segir keppnina í ár hafa verið einstaklega skemmtilega. Nefnir hann sem dæmi óbærilega spennu í átta liða úrslitum keppninnar þar sem bráðabani varð frekar að reglu en undantekningu. „Fyrir hlustendur kom líklega á óvart að lið frá Hringbraut og Fréttablaðinu hafi verið með, og staðið sig frábærlega, og voru sínum vinnustöðum til sóma þótt þeir séu í raun ekki til lengur,“ segir Björn. Þá kom honum skemmtilega á óvart hve vel keppendur voru að sér í fuglahljóðum sem hljóti að ylja Ævari Erni Jósepssyni, fjölmiðlamanni og fuglaáhugamanni, um hjartarætur. Að neðan má hlusta á allar keppnirnar, allt frá sextán liða úrslitum og inn í sjálfan úrslitaleikinn þar sem Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mætti K100. Sextán liða úrslit, fyrsta viðureign: Fréttablaðið gegn Skessuhorni Fyrir Fréttablaðið kepptu Þórarinn Þórarinsson og Oddur Ævar Gunnarsson en fyrir Skessuhorn þau Valdimar K Sigurðsson og Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir. Sextán liða úrslit, önnur viðureign: K100 gegn Steve Dagskrá Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson kepptu fyrir hönd Steve Dagskrá en þeir Auðun Georg Ólafsson og Yngvi Eysteins fyrir hönd K100. Sextán liða úrslit, þriðja viðureign: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegn RÚV útvarpi Lóa Björk Björnsdóttir og Gunnar Hansson kepptu fyrir hönd RÚV útvarps, en þeir Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson fyrir hönd Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sextán liða úrslit, fjórða viðureign: DV gegn Útvarpi Sögu Björn Þorfinnsson og Erla Dóra Magnúsdóttir kepptu fyrir hönd DV og þau Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson fyrir hönd Útvarps Sögu. Sextán liða úrslit, fimmta viðureign: Bylgjan gegn RÚV fréttum Fyrir Bylgjuna kepptu þau Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Bragi Guðmundsson og þau Oddur Þórðarson og Júlía Margrét Einarsdóttir fyrir fréttastofu RÚV. Sextán liða úrslit, sjötta viðureign: FM957 gegn Mbl.is Gústi B og Ósk Gunnarsdóttir kepptu fyrir hönd FM975 og Ólafur Pálsson og Urður Egilsdóttir fyrir hönd mbl.is. Sextán liða úrslit, sjöunda viðureign: Hringbraut gegn Morgunblaðinu Fyrir Hringbraut kepptu þau Margrét Erla Maack og Gunnar Anton Guðmundsson, en þau Stefán Gunnar Sveinsson og Andrea Sigurðardóttir fyrir Morgunblaðið. Sextán liða úrslit, áttunda viðureign: Mannlíf gegn Heimildinni Jón Ingi Stefánsson og Erla María Markúsdóttir kepptu fyrir hönd Heimildarinnar og Svanur Már Snorrason og Björgvin Gunnarsson fyrir hönd Mannlífs. Átta liða úrslit, fyrsta viðureign: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegn Heimildinni Átta liða úrslit, önnur viðureign: Hringbraut gegn Mbl.is Átta liða úrslit, þriðja viðureign: Bylgjan gegn Fréttablaðinu Átta liða úrslit, fjórða viðureign: DV gegn K100 Undanúrslit: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegn Fréttablaðinu Undanúrslit: Mbl.is gegn K100 Úrslit: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegn K100 Bylgjan Fjölmiðlar Grín og gaman Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Spurningakeppni fjölmiðlanna hefur verið fastur liður á Bylgjunni í vel á annan áratug. Þættirnir eru teknir upp í aðdraganda páska og ríkir mikil leynd yfir úrslitunum. Landsmenn á ferðalagi um landið, í sumarbústöðum eða heima í eldhúsi spreyta sig á spurningunum. Björn Teitsson stýrði keppninni í ár og segir keppnina í ár hafa verið einstaklega skemmtilega. Nefnir hann sem dæmi óbærilega spennu í átta liða úrslitum keppninnar þar sem bráðabani varð frekar að reglu en undantekningu. „Fyrir hlustendur kom líklega á óvart að lið frá Hringbraut og Fréttablaðinu hafi verið með, og staðið sig frábærlega, og voru sínum vinnustöðum til sóma þótt þeir séu í raun ekki til lengur,“ segir Björn. Þá kom honum skemmtilega á óvart hve vel keppendur voru að sér í fuglahljóðum sem hljóti að ylja Ævari Erni Jósepssyni, fjölmiðlamanni og fuglaáhugamanni, um hjartarætur. Að neðan má hlusta á allar keppnirnar, allt frá sextán liða úrslitum og inn í sjálfan úrslitaleikinn þar sem Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mætti K100. Sextán liða úrslit, fyrsta viðureign: Fréttablaðið gegn Skessuhorni Fyrir Fréttablaðið kepptu Þórarinn Þórarinsson og Oddur Ævar Gunnarsson en fyrir Skessuhorn þau Valdimar K Sigurðsson og Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir. Sextán liða úrslit, önnur viðureign: K100 gegn Steve Dagskrá Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson kepptu fyrir hönd Steve Dagskrá en þeir Auðun Georg Ólafsson og Yngvi Eysteins fyrir hönd K100. Sextán liða úrslit, þriðja viðureign: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegn RÚV útvarpi Lóa Björk Björnsdóttir og Gunnar Hansson kepptu fyrir hönd RÚV útvarps, en þeir Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson fyrir hönd Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sextán liða úrslit, fjórða viðureign: DV gegn Útvarpi Sögu Björn Þorfinnsson og Erla Dóra Magnúsdóttir kepptu fyrir hönd DV og þau Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson fyrir hönd Útvarps Sögu. Sextán liða úrslit, fimmta viðureign: Bylgjan gegn RÚV fréttum Fyrir Bylgjuna kepptu þau Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Bragi Guðmundsson og þau Oddur Þórðarson og Júlía Margrét Einarsdóttir fyrir fréttastofu RÚV. Sextán liða úrslit, sjötta viðureign: FM957 gegn Mbl.is Gústi B og Ósk Gunnarsdóttir kepptu fyrir hönd FM975 og Ólafur Pálsson og Urður Egilsdóttir fyrir hönd mbl.is. Sextán liða úrslit, sjöunda viðureign: Hringbraut gegn Morgunblaðinu Fyrir Hringbraut kepptu þau Margrét Erla Maack og Gunnar Anton Guðmundsson, en þau Stefán Gunnar Sveinsson og Andrea Sigurðardóttir fyrir Morgunblaðið. Sextán liða úrslit, áttunda viðureign: Mannlíf gegn Heimildinni Jón Ingi Stefánsson og Erla María Markúsdóttir kepptu fyrir hönd Heimildarinnar og Svanur Már Snorrason og Björgvin Gunnarsson fyrir hönd Mannlífs. Átta liða úrslit, fyrsta viðureign: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegn Heimildinni Átta liða úrslit, önnur viðureign: Hringbraut gegn Mbl.is Átta liða úrslit, þriðja viðureign: Bylgjan gegn Fréttablaðinu Átta liða úrslit, fjórða viðureign: DV gegn K100 Undanúrslit: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegn Fréttablaðinu Undanúrslit: Mbl.is gegn K100 Úrslit: Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegn K100
Bylgjan Fjölmiðlar Grín og gaman Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira