Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi.

Tíbeski trúarleiðtoginn Dalai Lama, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi.

Páskahelgin gekk vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Nokkrar líkamsárásir voru skráðar en engar alvarlegar. Búist er við að töluverður fjöldi fólks leggi leið sína aftur í borgina í dag og biðlar lögreglan til ökumanna að aka varlega og sýna tillitssemi svo allir komist heilir heim.

Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og grípur í tómt þegar það kemur til Spánar.

Þá fjöllum við um sprenginguna í Marseille og heyrum í ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi sem undirbúa sumarið. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×