Sigurlaug Bjarnadóttir er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 12:13 Sigurlaug var landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga frá 1974 til 1978. Hún var í hópi tíu fyrstu kvennanna sem tóku sæti á þingi. Alþingi Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrverandi þingmaður og kennari, er látin 96 ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá andláti Sigurlaugar, en hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 5. apríl. Sigurlaug var fædd í Vigur í Ísafjarðardjúpi þann 4. júlí árið 1926, yngst sex systkina. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri í Vigur, og Björg Björnsdóttir húsmóðir. Sigurlaug lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947. Þá kláraði hún BA-próf í ensku og frönsku við Leeds háskóla árið 1951. Í kjölfarið lauk hún framhaldsnámi í frönsku og frönskum bókmenntum við Sorbonne-háskóla á árunum 1951 til 1952. Sigurlaug var kennari við Gagnfræðaskóla Akraness á árunum 1947 til 1948. Frá 1952 til 1955 var hún blaðamamaður á Morgunblaðinu, en stundakennari við Verslunarskóla Íslands frá 1952 til 1953, og við Námsflokka Reykjavíkur 1953–1955 og 1956–1958. Þá var Sigurlaug kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í áratug, frá 1956 til 1966, auk þess sem hún sinnti stundakennslu við Málaskólann Mímí 1960 til 1961. Frá árin 1967 var hún kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1970 til 1974, en tók eftir það sæti á þingi sem landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga. Hún var í hópi tíu fyrstu kvenna sem tóku sæti á þingi. Þar sat hún fyrir Sjálfstæðisflokkinn til 1978. Þá var hún varaþingmaður flokksins á árunum 1980 til 1983. Eiginmaður Sigurlaugar var Þorsteinn Óskar Thorarensen. Hann var fæddur 1927 og lést árið 2006. Þau eignuðust þrjú börn, þau Ingunni, Björn og Björgu. Andlát Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá andláti Sigurlaugar, en hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 5. apríl. Sigurlaug var fædd í Vigur í Ísafjarðardjúpi þann 4. júlí árið 1926, yngst sex systkina. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri í Vigur, og Björg Björnsdóttir húsmóðir. Sigurlaug lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947. Þá kláraði hún BA-próf í ensku og frönsku við Leeds háskóla árið 1951. Í kjölfarið lauk hún framhaldsnámi í frönsku og frönskum bókmenntum við Sorbonne-háskóla á árunum 1951 til 1952. Sigurlaug var kennari við Gagnfræðaskóla Akraness á árunum 1947 til 1948. Frá 1952 til 1955 var hún blaðamamaður á Morgunblaðinu, en stundakennari við Verslunarskóla Íslands frá 1952 til 1953, og við Námsflokka Reykjavíkur 1953–1955 og 1956–1958. Þá var Sigurlaug kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í áratug, frá 1956 til 1966, auk þess sem hún sinnti stundakennslu við Málaskólann Mímí 1960 til 1961. Frá árin 1967 var hún kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1970 til 1974, en tók eftir það sæti á þingi sem landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga. Hún var í hópi tíu fyrstu kvenna sem tóku sæti á þingi. Þar sat hún fyrir Sjálfstæðisflokkinn til 1978. Þá var hún varaþingmaður flokksins á árunum 1980 til 1983. Eiginmaður Sigurlaugar var Þorsteinn Óskar Thorarensen. Hann var fæddur 1927 og lést árið 2006. Þau eignuðust þrjú börn, þau Ingunni, Björn og Björgu.
Andlát Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira