Körfubolti

Clippers styrkti stöðu sína fyrir lokaumferðina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kawhi Leonard og félagar.
Kawhi Leonard og félagar. vísir/Getty

Lokaumferð deildarkeppninar í NBA körfuboltanum fer fram í dag, páskadag.

Þrír leikir voru á dagskrá í gærkvöldi þar sem Minnesota Timberwolves og Los Angeles Clippers unnu mikilvæga sigra en leikur Utah Jazz og Denver Nuggets hafði litla þýðingu.

Kawhi Leonard fór fyrir liði Clippers; skoraði 27 stig í ellefu stiga sigri á Portland Trail Blazers og kom Clippers upp í 5.sæti Vesturdeildarinnar en efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina á meðan lið í sætum 7-10 fara í umspil um sæti í úrslitakeppni.

Á meðan öll sæti eru ráðin í Vesturdeildini er mikil spenna um sæti 5-10 í Vesturdeildinni fyrir lokaumferðina sem fram fer í dag en nánari skýringarmynd má nálgast hér neðst í fréttinni.

Úrslit gærkvöldsins

Utah Jazz - Denver Nuggets 118-114

San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 131-151

Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 136-125

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×