„Við sýndum karakter að koma til baka eftir erfiðar mínútur“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2023 18:20 Arnar Pétursson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur eftir fjögurra marka tap gegn Ungverjum á heimavelli í umspili um laust sæti á HM 2023. „Það var ekki mikið sem kom okkur á óvart. Þegar maður sest niður eftir klukkutíma sér maður betur hvað það var í upphafi seinni hálfleiks sem gerðist sóknarlega. Við klikkuðum á dauðafærum og tveimur vítum sem var dýrt gegn svona góðu liði. Við vorum með full marga tapaða bolta sem þær refsuðu fyrir og þá komu gæðin í ljós,“ sagði Arnar Pétursson eftir leik. Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleik illa og Arnar hefði viljað nýta það betur. „Við hefðum átt að halda okkur nær þeim á þeim kafla og þá hefðu lokamínúturnar þróast öðruvísi. Við sýndum karakter að koma til baka eftir erfiðar mínútur þar sem okkur tókst illa að skora. Ég var ánægður með hvernig við komum til baka og gerðum heiðarlega tilraun til að koma betur út úr þessum leik.“ Arnar var ánægður með hvernig Ísland kom til baka átta mörkum undir og munurinn fór minnst niður í tvö mörk. „Mér fannst við sækja betur á markið. Þegar okkur gekk illa í leiknum þá vorum við ekki að sækja á markið eins og við eigum að vera að gera. Varnarlega vorum við frábærar undir lokin og heilt yfir var varnarleikurinn góður,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Sjá meira
„Það var ekki mikið sem kom okkur á óvart. Þegar maður sest niður eftir klukkutíma sér maður betur hvað það var í upphafi seinni hálfleiks sem gerðist sóknarlega. Við klikkuðum á dauðafærum og tveimur vítum sem var dýrt gegn svona góðu liði. Við vorum með full marga tapaða bolta sem þær refsuðu fyrir og þá komu gæðin í ljós,“ sagði Arnar Pétursson eftir leik. Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleik illa og Arnar hefði viljað nýta það betur. „Við hefðum átt að halda okkur nær þeim á þeim kafla og þá hefðu lokamínúturnar þróast öðruvísi. Við sýndum karakter að koma til baka eftir erfiðar mínútur þar sem okkur tókst illa að skora. Ég var ánægður með hvernig við komum til baka og gerðum heiðarlega tilraun til að koma betur út úr þessum leik.“ Arnar var ánægður með hvernig Ísland kom til baka átta mörkum undir og munurinn fór minnst niður í tvö mörk. „Mér fannst við sækja betur á markið. Þegar okkur gekk illa í leiknum þá vorum við ekki að sækja á markið eins og við eigum að vera að gera. Varnarlega vorum við frábærar undir lokin og heilt yfir var varnarleikurinn góður,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Sjá meira