„Við erum að ná vopnum okkar aftur“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. apríl 2023 21:08 Ívar S. Kristinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir ákvörðunina ekki vera tekna með pólitík eða muninn á viðskiptaumhverfi Evrópu og Bandaríkjanna í huga. Vísir/Steingrímur Dúi Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma. Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“ Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Um þáttaskil í sögu félagsins er að ræða enda hafa Icelandair og forverar þess einungis flogið Boeing þotum allt frá því að Flugfélag Íslands fékk fyrstu Boeing 727 þotuna afhenta árið 1967. Airbus vélarnar, sem verða að gerðinni A321LR og A321XLR verða arftakar Boeing 757 og á næstu árum mun félagið reka blandaðann flota. Nýju vélarnar eru bæði langdrægari og geta rúmað fleiri farþega heldur en Boeing 757 og Boeing 737 MAX vélar. Kaupverðið er trúnaðarmál en opinbert gangverð þessara nýju véla er um átján milljarðar króna og því um gríðarlegar upphæðir að ræða. Líklegt verður að telja að samningurinn sé einn allra stærsti viðskiptasamningur íslandssögunnar. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir þetta stóran dag í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór dagur og við erum mjög ánægð með að þessi viljayfirlýsing sé í höfn. Þetta er árangur langrar vinnu stórs hóp shjá okkur og mótaðilunum, bæði Airbus og Boeing. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur dagur.“ Icelandair gerir ráð fyrir því að leigja Airbus vélar frá árinu 2025 en fyrstu vélarnar sem samið er um í viljayfirlýsingunni verða afhentar árið 2029. Áframhaldandi Boeing lausnir hafi einnig verið skoðaðar. „Þar voru tveir kostir sem komu til greina. Annars vegar að halda áfram með Boeing lausn sem væri þá sambland af Max og breiðþotum og hins vegar að fara sem milliskref í sambland af flota af Max og Neo vélum og fara í langdrægari vélarnar og það var niðurstaðan.“ „Við erum að ná vopnum okkar aftur eftir erfiða tíma. Við sjáum til framtíðar gríðarlega möguleika fólgna í þessum nýju vélum.“ Tengist ákvörðunin að einhverju leiti staðsetningu framleiðandanna? „Þessi ákvörðun snýst fyrst og fremst um gæði og getu þessara flugvéla og hefur ekkert með að gera pólitík eða viðskiptaumhvrefi í Evrópu eða Ameríku.“
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira