„Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 10:00 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21
Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“