Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2023 07:47 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í Breiðholtinu maðurinn fannst meðvitundarlaus. Vísir/Vilhelm Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira