Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2023 07:47 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í Breiðholtinu maðurinn fannst meðvitundarlaus. Vísir/Vilhelm Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira