Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2023 19:57 Play og Icelandair eru með metframboð af áfangastöðum í sumar og bókunarstaðan góð hjá báðum félögunum. Grafík/Sara Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. Það er langt í frá sjálfsagt að flogið sé til margra áfangastaða í útlöndum frá eins fámennu ríki og Ísland er. Í raun væri eðlilegt að héðan væri flogið til örfárra staða í Evrópu og kannski Bandaríkjunum. Hins vegar verður hægt að komast til 83 áfangastaða með 26 flugfélögum í sumar. Sonja Arnórsdótti hjá Play segir mikla eftirspurn í sólina og áfangastaðir félagsins í Portúgal mjög vinsæla.Stöð 2/Egill Mikil aukning er á framboði hjá báðum íslensku flugfélögunum. Þannig segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play að félagið bæti við sig þrettán nýjum áfangastöðum í sumar. „Við erum með þrjátíu og þrjá áfangastaði núna í sumar. Vorum með tuttugu og tvo í fyrra. Við erum að vinna í að opna alla þessa nýju staði með viðeigandi húllumhæ,“ segir Sonja. Svipað er uppi á teningnum hjá Icelandair. Tómas Ingason framkvæmdastjóri leiðarkerfis- og sölu segir félagið bjóða upp á 47 áfangastaði í sumar. Með aukinni tíðni á marga þeirra og fjóra nýja áfangastaði; Krít, Detroit, Tel Aviv og svo komi Barcelona aftur inn í áætlun félagsins Tómas Ingason hjá Icelandair segir Ísland mjög hagkvæman áfangastað fyrir íbúa norður Ameríku um þessar mundir.Stöð 2/Egill „Við erum með 29 áfangastaði Evrópu megin og 15 áfangastaði norður Ameríku megin.“ Er þetta ekki það mesta sem Icelandair hefur boðið upp á? „Þetta er það lang mesta sem við höfum boðið upp á,“ segir Tómas. Grunnurinn að þessu mikla flugi er auðvitað leiðarkerfið sem Loftleiðir og síðar Icelandair þróuðu með flutningi fólks milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Einnig sá einstaki loftferðasamningur sem íslensk stjórnvöld náðu við Bandaríkin um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Hér sjáum við bara leiðarkerfi Icelandair og Play en 24 önnur flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar. Tengiflugið gerir gæfumuninn fyrir íslensku flugfélögin. Leiðarkerfi Play og Icelandair myndi sóma sér hjá stórþjóðum. Tengiflugið gerir gæfumuninn hjá íslensku flugfélögunum.Grafík/Sara „Þannig að við verðum að geta haft þessa tengifarþega. Það sýndi sig í fyrra þegar Ísland var nánast uppselt með hótel og bílaleigur. Þá var mikilvægt að geta boðið tengifarþegunum fleiri sæti,“ segir Sonja. Tómas tekur í sama streng og segir tengiflugið vera að gera sig þessa mánuðina og bókunarstaðan í sumar góð eins og hjá Play að sögn Sonju. „Það er mikil eftirspurn á Atlantshafinu. Mikil eftirspurn sömuleiðis til Íslands frá norður Ameríku. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá erum við hagstæður áfangastaður í dag fyrir norður Ameríkubúa og við njótum góðs af því,“ segir Tómas Ingason og vísar þar til sterkrar stöðu dollarsins gagnvart krónunni þessi misserin. Icelandair Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það er langt í frá sjálfsagt að flogið sé til margra áfangastaða í útlöndum frá eins fámennu ríki og Ísland er. Í raun væri eðlilegt að héðan væri flogið til örfárra staða í Evrópu og kannski Bandaríkjunum. Hins vegar verður hægt að komast til 83 áfangastaða með 26 flugfélögum í sumar. Sonja Arnórsdótti hjá Play segir mikla eftirspurn í sólina og áfangastaðir félagsins í Portúgal mjög vinsæla.Stöð 2/Egill Mikil aukning er á framboði hjá báðum íslensku flugfélögunum. Þannig segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play að félagið bæti við sig þrettán nýjum áfangastöðum í sumar. „Við erum með þrjátíu og þrjá áfangastaði núna í sumar. Vorum með tuttugu og tvo í fyrra. Við erum að vinna í að opna alla þessa nýju staði með viðeigandi húllumhæ,“ segir Sonja. Svipað er uppi á teningnum hjá Icelandair. Tómas Ingason framkvæmdastjóri leiðarkerfis- og sölu segir félagið bjóða upp á 47 áfangastaði í sumar. Með aukinni tíðni á marga þeirra og fjóra nýja áfangastaði; Krít, Detroit, Tel Aviv og svo komi Barcelona aftur inn í áætlun félagsins Tómas Ingason hjá Icelandair segir Ísland mjög hagkvæman áfangastað fyrir íbúa norður Ameríku um þessar mundir.Stöð 2/Egill „Við erum með 29 áfangastaði Evrópu megin og 15 áfangastaði norður Ameríku megin.“ Er þetta ekki það mesta sem Icelandair hefur boðið upp á? „Þetta er það lang mesta sem við höfum boðið upp á,“ segir Tómas. Grunnurinn að þessu mikla flugi er auðvitað leiðarkerfið sem Loftleiðir og síðar Icelandair þróuðu með flutningi fólks milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Einnig sá einstaki loftferðasamningur sem íslensk stjórnvöld náðu við Bandaríkin um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Hér sjáum við bara leiðarkerfi Icelandair og Play en 24 önnur flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar. Tengiflugið gerir gæfumuninn fyrir íslensku flugfélögin. Leiðarkerfi Play og Icelandair myndi sóma sér hjá stórþjóðum. Tengiflugið gerir gæfumuninn hjá íslensku flugfélögunum.Grafík/Sara „Þannig að við verðum að geta haft þessa tengifarþega. Það sýndi sig í fyrra þegar Ísland var nánast uppselt með hótel og bílaleigur. Þá var mikilvægt að geta boðið tengifarþegunum fleiri sæti,“ segir Sonja. Tómas tekur í sama streng og segir tengiflugið vera að gera sig þessa mánuðina og bókunarstaðan í sumar góð eins og hjá Play að sögn Sonju. „Það er mikil eftirspurn á Atlantshafinu. Mikil eftirspurn sömuleiðis til Íslands frá norður Ameríku. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá erum við hagstæður áfangastaður í dag fyrir norður Ameríkubúa og við njótum góðs af því,“ segir Tómas Ingason og vísar þar til sterkrar stöðu dollarsins gagnvart krónunni þessi misserin.
Icelandair Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16