Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 06:21 Það kvað við kunnuglegan tón þegar Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída en heimildarmenn úr innsta hring segja forsetann hafa meiri áhyggjur af þróun mála en hann vill gefa upp. AP/Evan Vucci Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. „Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
„Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira