Ætla að reka þingmenn sem mótmæltu skotvopnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 15:12 Justin Jones, þingmaður demókrata, með gjallarhorn í sal fulltrúadeildar ríkisþings Tennessee á fimmtudag. Repúblikanar vilja reka hann og tvo félaga hans af þingi. AP/George walker IV/The Tennessean Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti. Heiftúðlegar deilur geisa nú á milli repúblikana og demókrata í Tennessee eftir að byssumaður skaut sex manns til bana í skóla í Nashville í síðustu viku. Hundruð mótmælenda mættu á þingpalla til þess að krefjast þess að ríkisþingið hert skotvopnalöggjöfina eftir árásina. Þrír þingmenn demókrata í fulltrúadeild ríkisþingsins tóku þá upp gjallarhorn í þingsalnum og hvöttu mótmælendurna til dáða, að sögn AP-fréttastofunnar. Cameron Sexton, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, frestaði þingfundinum og lýsti því yfir að þingmönnunum yrði refsað. Í gær staðfesti hann að þeir hefðu verið sviptir nefndasætum sínum og að það væri aðeins byrjunin. Heiftúðlegar deilur Þingmenn repúblikana lögðu í framhaldi fram tillögu um að reka demókratana Gloriu Johnson, Justin Jones og Justin Pearson af þingi. Þau hafi gerst sek um róstursama hegðun og að smána fulltrúadeildina. Til stendur að greiða atkvæði um ályktunina á fimmtudag. Þegar flutningsmenn ályktunarinnar fóru fram á að hún fengi flýtimeðferð bauluðu stuðningsmenn demókrata á þingpöllum. Sexton þingforseti bað lögreglufólk um að fjarlægja fólkið af pöllunum. Á meðan hnakkrifust þingmenn í salnum. Jones sakaði annan þingmann um að hafa stolið síma sínum og reynt að efna til uppþota. Sexton slökkti þá á hljóðnema Jones. Perason og Jones eru bæði ný á þingi en Johnson hefur átt sæti þar frá 2019. Þau hafa öll verið harðlega gagnrýnin á aukinn meirihluta repúblikana á ríkisþinginu. Jones var meðal annars bannað tímabundið að koma í ríkisþinghúsið árið 2019 eftir að hann kastaði bolla með vökva í þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og aðra þingmenn á mótmælum vegna brjóstmyndar af Suðurríkjahershöfðingja í þinghúsinu. Aðeins tveir þingmenn reknir frá borgarastríði Nær fordæmalaust er að þingmönnum sé vikið af ríkisþingi Tennessee. Aðeins tveir þingmenn hafa orðið fyrir því frá borgarastríðinu á 19. öld. Repúblikanar í Tennessee hafa hagrætt kjördæmamörkum í ríkinu sér hressilega í vil á undanförnum árum. Í fyrra samþykktu þeir að skipta Nashville, helsta vígi demókrata í ríkinu, upp úr þrjú kjördæmi sem eru þannig samsett að repúblikanar eru líklegir til að vinna þau örugglega. Flokkurinn fer með öll völd í ríkinu. Hann heldur báðum deildum þingsins og þremur helstu embættum þess: ríkisstjórastólnum auk embætta dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Heiftúðlegar deilur geisa nú á milli repúblikana og demókrata í Tennessee eftir að byssumaður skaut sex manns til bana í skóla í Nashville í síðustu viku. Hundruð mótmælenda mættu á þingpalla til þess að krefjast þess að ríkisþingið hert skotvopnalöggjöfina eftir árásina. Þrír þingmenn demókrata í fulltrúadeild ríkisþingsins tóku þá upp gjallarhorn í þingsalnum og hvöttu mótmælendurna til dáða, að sögn AP-fréttastofunnar. Cameron Sexton, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, frestaði þingfundinum og lýsti því yfir að þingmönnunum yrði refsað. Í gær staðfesti hann að þeir hefðu verið sviptir nefndasætum sínum og að það væri aðeins byrjunin. Heiftúðlegar deilur Þingmenn repúblikana lögðu í framhaldi fram tillögu um að reka demókratana Gloriu Johnson, Justin Jones og Justin Pearson af þingi. Þau hafi gerst sek um róstursama hegðun og að smána fulltrúadeildina. Til stendur að greiða atkvæði um ályktunina á fimmtudag. Þegar flutningsmenn ályktunarinnar fóru fram á að hún fengi flýtimeðferð bauluðu stuðningsmenn demókrata á þingpöllum. Sexton þingforseti bað lögreglufólk um að fjarlægja fólkið af pöllunum. Á meðan hnakkrifust þingmenn í salnum. Jones sakaði annan þingmann um að hafa stolið síma sínum og reynt að efna til uppþota. Sexton slökkti þá á hljóðnema Jones. Perason og Jones eru bæði ný á þingi en Johnson hefur átt sæti þar frá 2019. Þau hafa öll verið harðlega gagnrýnin á aukinn meirihluta repúblikana á ríkisþinginu. Jones var meðal annars bannað tímabundið að koma í ríkisþinghúsið árið 2019 eftir að hann kastaði bolla með vökva í þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og aðra þingmenn á mótmælum vegna brjóstmyndar af Suðurríkjahershöfðingja í þinghúsinu. Aðeins tveir þingmenn reknir frá borgarastríði Nær fordæmalaust er að þingmönnum sé vikið af ríkisþingi Tennessee. Aðeins tveir þingmenn hafa orðið fyrir því frá borgarastríðinu á 19. öld. Repúblikanar í Tennessee hafa hagrætt kjördæmamörkum í ríkinu sér hressilega í vil á undanförnum árum. Í fyrra samþykktu þeir að skipta Nashville, helsta vígi demókrata í ríkinu, upp úr þrjú kjördæmi sem eru þannig samsett að repúblikanar eru líklegir til að vinna þau örugglega. Flokkurinn fer með öll völd í ríkinu. Hann heldur báðum deildum þingsins og þremur helstu embættum þess: ríkisstjórastólnum auk embætta dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira