Hæstiréttur vísar deilu Slayer við Secret Solstice aftur til Landsréttar Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 14:02 Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, á sviði, eflaust að syngja um dauða og djöful. Vísir/Getty Deila bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice heldur áfram að velkjast um fyrir íslenskum dómstólum eftir að Hæstiréttur vísaði hluta málsins aftur til Landsréttar í dag. Eitt félaganna sem tók við rekstri hátíðarinnar var sýknað af kröfu hljómsveitarinnar. K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, hefur um nokkurra ára skeið reynt að krefja þáverandi og núverandi aðstandendur Secret Solstice um eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún kom fram á hátíðinni sumarið 2018. Landsréttur sýknaði þrjú félög sem tóku við rekstri hátíðarinnar og einn stjórnarmann þeirra af kröfu umboðsfyrirtækisins í maí í fyrra. Fyrirtækið fékk að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu þegar fleiri en einn skuldari á í hlut. Niðurstaða Hæstaréttar var að sýkna eitt félaganna þriggja af kröfu Slayer en ómerkja hluta Landsréttardómsins sem snerist um skaðabótakröfu hljómsveitarinnar á hendur hinum félögunum tveimur og stjórnarmanninum. Landsréttur þarf því að taka þann hluta málsins upp aftur. Töldu framkvæmdastjóra hafa skuldbundið félagið um ummælum í fjölmiðlum Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík sumarið 2018. Solstice Productions, þáverandi rekstrarfélag hátíðarinnar, greiddi hljómsveitinni aldrei alla þóknun hennar sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til þess að greiða K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, eftirstöðvar þóknunarinnar árið 2020, alls um 133.000 dollara. Rekstrarfélagið fór í þrot og fékkst ekkert upp í kröfu umboðsfyrirtækisins. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, stjúpföður eins af upphaflegu aðstandendum hátíðarinnar. Byggði krafa umboðsfyrirtækisins á að Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live events, eins félaganna sem tók yfir Secret Solstice, hefði skuldbundið félagið til að greiða kröfuna þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum árið 2019 að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi ennfremur að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Sami hópur fólks stóð að öllum félögunum. Greiddi hátt í tuttugu milljónir króna upp í kröfuna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að Víkingur hefði skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar árið 2021. Ári síðar sneri Landsréttur niðurstöðunni við. Víkingur hefði ekki gefið skuldbindandi yfirlýsingu með ummælum sínum um endurgreiðslur. Sýknaði Landsréttur félögin þrjú og Guðmund af kröfu K2 Agency Limited að svo stöddu þar sem hann taldi ekki fullreynt að heimta kröfuna úr hendi Friðriks. Hæstiréttur staðfesti sýknu yfir Live Events þar sem hann taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að Víkingur hefði haft heimild til þess að skuldbinda félagið til þess að greiða kröfu Slayer. Hins vegar taldi Hæstiréttur að Landsréti hafi borið að taka efnislega afstöðu til þess hvort að hin félögin tvö og Guðmundur bæru skaðabótaskyldu og ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að sýkna þau að svo stöddu. Ómerkti rétturinn því dóm Landsréttar og vísaði málinu aftur til meðferðar þar. Eftir að leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar var veitt gerði Friðrik samkomulag við K2 Agency Limited um að stöðva innheimtu kröfunnar og að fella niður ábyrgð í september. Fól samkomulagið í sér að Friðrik greiddi umboðsfyrirtækinu 19,5 milljónir króna. Lækkaði umboðsfyrirtækið kröfu sína um það sem því nemur fyrir Hæstarétti. Hún hljóðar nú upp á um 12.700 dollara, jafnvirði rúmra 1,7 milljóna króna. Secret Solstice Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, hefur um nokkurra ára skeið reynt að krefja þáverandi og núverandi aðstandendur Secret Solstice um eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún kom fram á hátíðinni sumarið 2018. Landsréttur sýknaði þrjú félög sem tóku við rekstri hátíðarinnar og einn stjórnarmann þeirra af kröfu umboðsfyrirtækisins í maí í fyrra. Fyrirtækið fékk að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu þegar fleiri en einn skuldari á í hlut. Niðurstaða Hæstaréttar var að sýkna eitt félaganna þriggja af kröfu Slayer en ómerkja hluta Landsréttardómsins sem snerist um skaðabótakröfu hljómsveitarinnar á hendur hinum félögunum tveimur og stjórnarmanninum. Landsréttur þarf því að taka þann hluta málsins upp aftur. Töldu framkvæmdastjóra hafa skuldbundið félagið um ummælum í fjölmiðlum Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík sumarið 2018. Solstice Productions, þáverandi rekstrarfélag hátíðarinnar, greiddi hljómsveitinni aldrei alla þóknun hennar sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til þess að greiða K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, eftirstöðvar þóknunarinnar árið 2020, alls um 133.000 dollara. Rekstrarfélagið fór í þrot og fékkst ekkert upp í kröfu umboðsfyrirtækisins. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, stjúpföður eins af upphaflegu aðstandendum hátíðarinnar. Byggði krafa umboðsfyrirtækisins á að Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live events, eins félaganna sem tók yfir Secret Solstice, hefði skuldbundið félagið til að greiða kröfuna þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum árið 2019 að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi ennfremur að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Sami hópur fólks stóð að öllum félögunum. Greiddi hátt í tuttugu milljónir króna upp í kröfuna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að Víkingur hefði skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar árið 2021. Ári síðar sneri Landsréttur niðurstöðunni við. Víkingur hefði ekki gefið skuldbindandi yfirlýsingu með ummælum sínum um endurgreiðslur. Sýknaði Landsréttur félögin þrjú og Guðmund af kröfu K2 Agency Limited að svo stöddu þar sem hann taldi ekki fullreynt að heimta kröfuna úr hendi Friðriks. Hæstiréttur staðfesti sýknu yfir Live Events þar sem hann taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að Víkingur hefði haft heimild til þess að skuldbinda félagið til þess að greiða kröfu Slayer. Hins vegar taldi Hæstiréttur að Landsréti hafi borið að taka efnislega afstöðu til þess hvort að hin félögin tvö og Guðmundur bæru skaðabótaskyldu og ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að sýkna þau að svo stöddu. Ómerkti rétturinn því dóm Landsréttar og vísaði málinu aftur til meðferðar þar. Eftir að leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar var veitt gerði Friðrik samkomulag við K2 Agency Limited um að stöðva innheimtu kröfunnar og að fella niður ábyrgð í september. Fól samkomulagið í sér að Friðrik greiddi umboðsfyrirtækinu 19,5 milljónir króna. Lækkaði umboðsfyrirtækið kröfu sína um það sem því nemur fyrir Hæstarétti. Hún hljóðar nú upp á um 12.700 dollara, jafnvirði rúmra 1,7 milljóna króna.
Secret Solstice Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06