Hæstiréttur vísar deilu Slayer við Secret Solstice aftur til Landsréttar Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 14:02 Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, á sviði, eflaust að syngja um dauða og djöful. Vísir/Getty Deila bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice heldur áfram að velkjast um fyrir íslenskum dómstólum eftir að Hæstiréttur vísaði hluta málsins aftur til Landsréttar í dag. Eitt félaganna sem tók við rekstri hátíðarinnar var sýknað af kröfu hljómsveitarinnar. K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, hefur um nokkurra ára skeið reynt að krefja þáverandi og núverandi aðstandendur Secret Solstice um eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún kom fram á hátíðinni sumarið 2018. Landsréttur sýknaði þrjú félög sem tóku við rekstri hátíðarinnar og einn stjórnarmann þeirra af kröfu umboðsfyrirtækisins í maí í fyrra. Fyrirtækið fékk að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu þegar fleiri en einn skuldari á í hlut. Niðurstaða Hæstaréttar var að sýkna eitt félaganna þriggja af kröfu Slayer en ómerkja hluta Landsréttardómsins sem snerist um skaðabótakröfu hljómsveitarinnar á hendur hinum félögunum tveimur og stjórnarmanninum. Landsréttur þarf því að taka þann hluta málsins upp aftur. Töldu framkvæmdastjóra hafa skuldbundið félagið um ummælum í fjölmiðlum Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík sumarið 2018. Solstice Productions, þáverandi rekstrarfélag hátíðarinnar, greiddi hljómsveitinni aldrei alla þóknun hennar sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til þess að greiða K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, eftirstöðvar þóknunarinnar árið 2020, alls um 133.000 dollara. Rekstrarfélagið fór í þrot og fékkst ekkert upp í kröfu umboðsfyrirtækisins. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, stjúpföður eins af upphaflegu aðstandendum hátíðarinnar. Byggði krafa umboðsfyrirtækisins á að Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live events, eins félaganna sem tók yfir Secret Solstice, hefði skuldbundið félagið til að greiða kröfuna þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum árið 2019 að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi ennfremur að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Sami hópur fólks stóð að öllum félögunum. Greiddi hátt í tuttugu milljónir króna upp í kröfuna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að Víkingur hefði skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar árið 2021. Ári síðar sneri Landsréttur niðurstöðunni við. Víkingur hefði ekki gefið skuldbindandi yfirlýsingu með ummælum sínum um endurgreiðslur. Sýknaði Landsréttur félögin þrjú og Guðmund af kröfu K2 Agency Limited að svo stöddu þar sem hann taldi ekki fullreynt að heimta kröfuna úr hendi Friðriks. Hæstiréttur staðfesti sýknu yfir Live Events þar sem hann taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að Víkingur hefði haft heimild til þess að skuldbinda félagið til þess að greiða kröfu Slayer. Hins vegar taldi Hæstiréttur að Landsréti hafi borið að taka efnislega afstöðu til þess hvort að hin félögin tvö og Guðmundur bæru skaðabótaskyldu og ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að sýkna þau að svo stöddu. Ómerkti rétturinn því dóm Landsréttar og vísaði málinu aftur til meðferðar þar. Eftir að leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar var veitt gerði Friðrik samkomulag við K2 Agency Limited um að stöðva innheimtu kröfunnar og að fella niður ábyrgð í september. Fól samkomulagið í sér að Friðrik greiddi umboðsfyrirtækinu 19,5 milljónir króna. Lækkaði umboðsfyrirtækið kröfu sína um það sem því nemur fyrir Hæstarétti. Hún hljóðar nú upp á um 12.700 dollara, jafnvirði rúmra 1,7 milljóna króna. Secret Solstice Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, hefur um nokkurra ára skeið reynt að krefja þáverandi og núverandi aðstandendur Secret Solstice um eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún kom fram á hátíðinni sumarið 2018. Landsréttur sýknaði þrjú félög sem tóku við rekstri hátíðarinnar og einn stjórnarmann þeirra af kröfu umboðsfyrirtækisins í maí í fyrra. Fyrirtækið fékk að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu þegar fleiri en einn skuldari á í hlut. Niðurstaða Hæstaréttar var að sýkna eitt félaganna þriggja af kröfu Slayer en ómerkja hluta Landsréttardómsins sem snerist um skaðabótakröfu hljómsveitarinnar á hendur hinum félögunum tveimur og stjórnarmanninum. Landsréttur þarf því að taka þann hluta málsins upp aftur. Töldu framkvæmdastjóra hafa skuldbundið félagið um ummælum í fjölmiðlum Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík sumarið 2018. Solstice Productions, þáverandi rekstrarfélag hátíðarinnar, greiddi hljómsveitinni aldrei alla þóknun hennar sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til þess að greiða K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, eftirstöðvar þóknunarinnar árið 2020, alls um 133.000 dollara. Rekstrarfélagið fór í þrot og fékkst ekkert upp í kröfu umboðsfyrirtækisins. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, stjúpföður eins af upphaflegu aðstandendum hátíðarinnar. Byggði krafa umboðsfyrirtækisins á að Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live events, eins félaganna sem tók yfir Secret Solstice, hefði skuldbundið félagið til að greiða kröfuna þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum árið 2019 að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi ennfremur að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Sami hópur fólks stóð að öllum félögunum. Greiddi hátt í tuttugu milljónir króna upp í kröfuna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að Víkingur hefði skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar árið 2021. Ári síðar sneri Landsréttur niðurstöðunni við. Víkingur hefði ekki gefið skuldbindandi yfirlýsingu með ummælum sínum um endurgreiðslur. Sýknaði Landsréttur félögin þrjú og Guðmund af kröfu K2 Agency Limited að svo stöddu þar sem hann taldi ekki fullreynt að heimta kröfuna úr hendi Friðriks. Hæstiréttur staðfesti sýknu yfir Live Events þar sem hann taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að Víkingur hefði haft heimild til þess að skuldbinda félagið til þess að greiða kröfu Slayer. Hins vegar taldi Hæstiréttur að Landsréti hafi borið að taka efnislega afstöðu til þess hvort að hin félögin tvö og Guðmundur bæru skaðabótaskyldu og ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að sýkna þau að svo stöddu. Ómerkti rétturinn því dóm Landsréttar og vísaði málinu aftur til meðferðar þar. Eftir að leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar var veitt gerði Friðrik samkomulag við K2 Agency Limited um að stöðva innheimtu kröfunnar og að fella niður ábyrgð í september. Fól samkomulagið í sér að Friðrik greiddi umboðsfyrirtækinu 19,5 milljónir króna. Lækkaði umboðsfyrirtækið kröfu sína um það sem því nemur fyrir Hæstarétti. Hún hljóðar nú upp á um 12.700 dollara, jafnvirði rúmra 1,7 milljóna króna.
Secret Solstice Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06