Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 15:10 Donald Trump er ekki óvanur því að komast í kast við lögin. Hann er nú til rannsóknar á fernum vígstöðvum á sama tíma. AP/Andrew Harnik Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59