Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 14:31 Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun