Hvert er upphaf Votta Jehóva? Örn Svavarsson skrifar 3. apríl 2023 13:48 Vottar Jehóva eru sköpunarverk biblíugrúskarans Charles T. Russels. Söfnuðurinn varð til upp úr 1870. Síðan þá hafa Vottarnir hafnað flestum hans kenningum. Hér á landi er í dag allnokkur fjöldi fólks sem ólst upp innan safnaðar Votta Jehóva, en átti síðan ekki samleið með hugmyndafræði trúarbragðanna. Flest erum við nefnilega þannig gerð að við viljum sjálf stjórna eigin tilveru, en ekki vera undirokuð af einhverfri heimasmíðaðri hugmyndafræði, svo sem tíðkast hjá kúgurum í járngirtum einræðisríkjum. Það fólk sem trúir á guð og tilbiður hann þarf til þess hvorki söfnuð né kirkju, hvorki öldunga né aðra preláta, beint samband við almættið er hreinast og farsælast. Þegar Vottur Jehóva verður afhuga trúnni, hættir að taka þátt í safnaðarstarfi og fer að lifa sínu eigin sjálfstæða lífi, eftir sínu eigin höfði, er hann yfirleitt rekinn. Afleiðingarnar eru að hans fólk í söfnuðinum hættir samskiptum við hann. Nú hefur þetta útskúfaða fólk stigið fram í fjölmiðlum og gert athugasemdir við dylgjur öldunga Vottanna. Sem brottrekinn safnaðarmeðlimur hefur þessi umræða vakið upp hjá mér vangaveltur um hvað venjulegur Vottur Jehóva raunverulega veit um trúarbrögðin sem hann aðhyllist. Sjálfur hef ég í seinni tíð lesið mér heilmikið til um söfnuðinn, sem hann sannarlega ekki flíkar í dag frekar en í mínu ungdæmi, enda trúarbrögðunum síst til framdráttar. Flestir vita Vottarnir sennilega að Charles Taze Russell stofnaði trúarhóp á síðari hluta 19. aldar, sem upphaflega kallaðist bara biblíunemendur en breyttist síðar í Votta Jehóva. Hann hóf útgáfu Varðturnsins árið 1879. Hann var mikill áhugamaður um spádóma og einn fyrsti spádómur þessa brautryðjanda Vottanna, sem merkilegt nokk ekki gekk eftir, var að 1878 hæfust „örðugar tíðir“ sem að lokum áttu að leiða til alþjóðlegrar upplausnar stjórnvalda og algers stjórnleysis í október árið 1914. Þá myndi Kristur taka við stjórnartaumum af föður sínum á himnum og Varðturninn boðaði gjöreyðingu allra mannlegra stofnana. Í einni af fyrstu bókum Vottanna, „Tíminn er í nánd“ sem kom út 1889, fullvissa þeir sitt fólk um að þá stæðu yfir hinstu dagar tímabils sem þeir skilgreindu sem „tíma heiðingjanna“ og því tímabili átti að ljúka 1914. Við þekkjum þetta ártal sem upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar, en bókin lýsir enn magnaðri atburðum sem eiga myndu sér stað þetta ár. Á bls. 77 í kaflanum „Tímar heiðingjanna“, eru taldir upp 7 væntanlegir atburðir ársins 1914, sem í sem stystu máli gengu út á það að þetta ár myndi guðsríki afmá mannleg stjórnvöld um alla jörð, méla þau eins og „leirker með járnsprota“ og Kristur með himneskum stjórnarmeðlimum taka við stjórnartaumum á jörðinni. Í bókinni er því sem sé afdráttarlaust haldið fram að árið 1914 muni stjórnartíð manna á jörðinni ljúka og að guðsríki muni frá þessu ári hafa alræðisvöld á jörðinni og rústa þeim stjórnvöldum sem fyrir eru. Gefnar voru út fleiri bækur og greinar birtust í Varðturninum sem ítrekuðu að árið 1914 myndi hin endanlega orrusta almættisins við mannlegar stjórnir eiga sér stað þar sem himnafaðirinn tæki öll völd í sínar hendur og útrýmdi jarðneskum stjórnvöldum. Athyglisvert er, að í endurprentun bókarinnar „Tíminn er í nánd“ árið 1924, hefur textanum verið breytt þannig, að árið 1914 muni guðsríkið leggja drög að stjórnun jarðar og muni endanleg stjórn verða stofnuð síðar. Þegar ekki eitt einasta af þessum 7 atriðum rættist þrátt fyrir heimsstyrjöld, breyttist kenningin í að „tímar heiðingjanna“ hefðu liðið undir lok þetta ár og við tekið „tími endalokanna“. Svo ýttu þeir Harmagedon á undan sér, þannig að nú átti sú kynslóð sem upplifði árið 1914 jafnframt að verða vitni að hinum ógnvænlegu ragnarökum sem tröllríða myndi heimsbyggðinni í Harmagedon. Í dag vita Vottar Jehóva trúlega fæstir um þessar villukenningar sem mörkuðu upphaf þeirra eigin trúarbragða. Það sem kannski er spauglegast í þessu og ég tel víst að enginn Vottur Jehóva hérlendis viti um nú, er að útreikningarnir á þeirri biblíulegri tölfræði sem leiddu til ársins 1914 komu alls ekki frá Russel og hans fólki. Það var aðventistinn N. H. Barbour sem reiknaði sig fram til ársins 1914, sem síðasta árs „tíma heiðingjanna“ og opinberaði í tímariti sínu „Herald of the Morning“ árið 1875, fjórum árum áður en fyrsta útgáfa Varðturnsins kom út. Það var frá honum sem Russel fékk þetta ártal, þannig að það var eftir allt saman ekki Jehóva guð sem vitjaði hins áhugasama biblíugrúskara með þessa kenningu. Engu að síður hefur árið 1914 verið þungavigtarártal og að mörgu leyti grunnurinn að kenningu vottanna. Þegar ég ólst upp í þessum söfnuði miðaðist allt við þetta ár og við trúðum því að Kristur hefði á þessum tímapunkti tekið við stjórn á himnum. Ég veit ekki til að það hafi breyst. Sennilega hafa engin trúarbrögð fjárfest jafn öflugt og staðfastlega í einu ártali og Vottarnir í 1914. Þeir sem upplifðu 1914 myndu jafnframt upplifa ragnarökin við Harmagedon. Fyrst átti þetta að gerast 1925, sem brást, síðan 1940, sem líka brást og þegar ég ólst upp trúðum við öll boðskap öldunganna í Brooklin um að 1975 myndi stundin renna upp. Einnig það brást. Nú má sjá í ritum Vottanna að ártalið 1914 er látið smáhverfa í von um að allir gleymi því sem fyrst. Merkilegt með jafn afgerandi kenningu, í raun grundvöll trúarinnar, sem við eigum ekki að efast um að guðinn Jehóva hafi innblásið sínum mönnum, að þeir hafi annað hvort misskilið himnaföðurinn svona illilega, eða honum ekki tekist að koma þessu skiljanlega í höfuðstöðvarnar, á kontór Vottanna í NY. Beth Sarim Eitt af frekar spaugilegum málum sem þetta ameríska trúarsamfélag virðist fyrirverða sig fyrir og Vottar dagsins í dag eru almennt ekki upplýstir um, er bygging sem reist var í San Diego í Kaliforníu árið 1929, gagngert fyrir biblíulegar sögupersónur fortíðarinnar, þjóna drottins sem greint er frá í bókinni góðu. Þetta voru menn, vel að merkja eingöngu karlmenn, sem Rutherford, þáverandi forseti Vottanna, átti von á að birtast myndu fyrirvaralaust, upprisnir frá dauðum. Húsið fékk nafnið Beth Sarim (hebreska: Hús prinsanna) og var reyndar aðallega notað af Rutherford sjálfum á veturna, enda hentaði honum betur loftslagið þarna í suður Kaliforníu heldur en í Brooklin NY, alltént yfir vetrarmánuðina. Auk þess sem honum þótti betra að hafa þessa villu til afnota en hýrast í lítilli íbúð í Vottablokkinni í NY, eins og félagar hans urðu að sætta sig við. Húsið stendur enn þó að Natan H. Knorr, arftaki Rutherfords hafi selt það með þeirri skýringu, að það hefði þjónað tilgangi sínum hjá félaginu. Einhvern veginn er erfitt að koma auga á sannleik þeirrar fullyrðingar, því húsið hýsti aldrei þá höfðingja sem því var ætlað. Þó Varðturnsfélagið væri formlegur eigandi þessa slots, var tekið fram í afsali þess að eiginlegir eigendur væru Abraham ættfaðir Ísraelsmanna, Móses biblíuritari og Davíð konungur, ásamt með öðrum dyggum drottins þjónum, sem segir frá í gamla testamentinu. Rutherford fannst þessi gerningur bera vott um svo mikla trú að hann sá ástæðu til að básúna hann í fjölmiðlum, sem eðlilega báru fram áhugaverðar spurningar, eins og t.d. í hvernig líkamlegu ástandi hinir látnu myndu vera þegar þeir, eftir árþúsundir í gröfum sínum spryttu fjálglega upp úr moldinni. Einnig voru blaðamenn með vangaveltur um það, hvers vegna menn sem dáið höfðu í Palestínu fyrir nokkur þúsund árum, tækju upp á að birtast ljóslifandi í suðurhluta Kaliforníu, svona upp úr þurru og vildu jafnframt vita hvaða tungumál þeir myndu tala. Einhvern veginn töldu öldungar safnaðarins að sambærilegt loftslag þarna og í Palestínu, ásamt því að pálmum og fíkjutrjám hefði verið plantað umhverfis húsið, væru haldbær rök fyrir þessari óumræðanlegu fjarstæðu. Heilmiklar upplýsingar um húsið og Rutherford má sækja á netið, m.a. á Wikipediu. Höfundur er fyrrverandi meðlimur Votta Jehóva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tengdar fréttir Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Vottar Jehóva eru sköpunarverk biblíugrúskarans Charles T. Russels. Söfnuðurinn varð til upp úr 1870. Síðan þá hafa Vottarnir hafnað flestum hans kenningum. Hér á landi er í dag allnokkur fjöldi fólks sem ólst upp innan safnaðar Votta Jehóva, en átti síðan ekki samleið með hugmyndafræði trúarbragðanna. Flest erum við nefnilega þannig gerð að við viljum sjálf stjórna eigin tilveru, en ekki vera undirokuð af einhverfri heimasmíðaðri hugmyndafræði, svo sem tíðkast hjá kúgurum í járngirtum einræðisríkjum. Það fólk sem trúir á guð og tilbiður hann þarf til þess hvorki söfnuð né kirkju, hvorki öldunga né aðra preláta, beint samband við almættið er hreinast og farsælast. Þegar Vottur Jehóva verður afhuga trúnni, hættir að taka þátt í safnaðarstarfi og fer að lifa sínu eigin sjálfstæða lífi, eftir sínu eigin höfði, er hann yfirleitt rekinn. Afleiðingarnar eru að hans fólk í söfnuðinum hættir samskiptum við hann. Nú hefur þetta útskúfaða fólk stigið fram í fjölmiðlum og gert athugasemdir við dylgjur öldunga Vottanna. Sem brottrekinn safnaðarmeðlimur hefur þessi umræða vakið upp hjá mér vangaveltur um hvað venjulegur Vottur Jehóva raunverulega veit um trúarbrögðin sem hann aðhyllist. Sjálfur hef ég í seinni tíð lesið mér heilmikið til um söfnuðinn, sem hann sannarlega ekki flíkar í dag frekar en í mínu ungdæmi, enda trúarbrögðunum síst til framdráttar. Flestir vita Vottarnir sennilega að Charles Taze Russell stofnaði trúarhóp á síðari hluta 19. aldar, sem upphaflega kallaðist bara biblíunemendur en breyttist síðar í Votta Jehóva. Hann hóf útgáfu Varðturnsins árið 1879. Hann var mikill áhugamaður um spádóma og einn fyrsti spádómur þessa brautryðjanda Vottanna, sem merkilegt nokk ekki gekk eftir, var að 1878 hæfust „örðugar tíðir“ sem að lokum áttu að leiða til alþjóðlegrar upplausnar stjórnvalda og algers stjórnleysis í október árið 1914. Þá myndi Kristur taka við stjórnartaumum af föður sínum á himnum og Varðturninn boðaði gjöreyðingu allra mannlegra stofnana. Í einni af fyrstu bókum Vottanna, „Tíminn er í nánd“ sem kom út 1889, fullvissa þeir sitt fólk um að þá stæðu yfir hinstu dagar tímabils sem þeir skilgreindu sem „tíma heiðingjanna“ og því tímabili átti að ljúka 1914. Við þekkjum þetta ártal sem upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar, en bókin lýsir enn magnaðri atburðum sem eiga myndu sér stað þetta ár. Á bls. 77 í kaflanum „Tímar heiðingjanna“, eru taldir upp 7 væntanlegir atburðir ársins 1914, sem í sem stystu máli gengu út á það að þetta ár myndi guðsríki afmá mannleg stjórnvöld um alla jörð, méla þau eins og „leirker með járnsprota“ og Kristur með himneskum stjórnarmeðlimum taka við stjórnartaumum á jörðinni. Í bókinni er því sem sé afdráttarlaust haldið fram að árið 1914 muni stjórnartíð manna á jörðinni ljúka og að guðsríki muni frá þessu ári hafa alræðisvöld á jörðinni og rústa þeim stjórnvöldum sem fyrir eru. Gefnar voru út fleiri bækur og greinar birtust í Varðturninum sem ítrekuðu að árið 1914 myndi hin endanlega orrusta almættisins við mannlegar stjórnir eiga sér stað þar sem himnafaðirinn tæki öll völd í sínar hendur og útrýmdi jarðneskum stjórnvöldum. Athyglisvert er, að í endurprentun bókarinnar „Tíminn er í nánd“ árið 1924, hefur textanum verið breytt þannig, að árið 1914 muni guðsríkið leggja drög að stjórnun jarðar og muni endanleg stjórn verða stofnuð síðar. Þegar ekki eitt einasta af þessum 7 atriðum rættist þrátt fyrir heimsstyrjöld, breyttist kenningin í að „tímar heiðingjanna“ hefðu liðið undir lok þetta ár og við tekið „tími endalokanna“. Svo ýttu þeir Harmagedon á undan sér, þannig að nú átti sú kynslóð sem upplifði árið 1914 jafnframt að verða vitni að hinum ógnvænlegu ragnarökum sem tröllríða myndi heimsbyggðinni í Harmagedon. Í dag vita Vottar Jehóva trúlega fæstir um þessar villukenningar sem mörkuðu upphaf þeirra eigin trúarbragða. Það sem kannski er spauglegast í þessu og ég tel víst að enginn Vottur Jehóva hérlendis viti um nú, er að útreikningarnir á þeirri biblíulegri tölfræði sem leiddu til ársins 1914 komu alls ekki frá Russel og hans fólki. Það var aðventistinn N. H. Barbour sem reiknaði sig fram til ársins 1914, sem síðasta árs „tíma heiðingjanna“ og opinberaði í tímariti sínu „Herald of the Morning“ árið 1875, fjórum árum áður en fyrsta útgáfa Varðturnsins kom út. Það var frá honum sem Russel fékk þetta ártal, þannig að það var eftir allt saman ekki Jehóva guð sem vitjaði hins áhugasama biblíugrúskara með þessa kenningu. Engu að síður hefur árið 1914 verið þungavigtarártal og að mörgu leyti grunnurinn að kenningu vottanna. Þegar ég ólst upp í þessum söfnuði miðaðist allt við þetta ár og við trúðum því að Kristur hefði á þessum tímapunkti tekið við stjórn á himnum. Ég veit ekki til að það hafi breyst. Sennilega hafa engin trúarbrögð fjárfest jafn öflugt og staðfastlega í einu ártali og Vottarnir í 1914. Þeir sem upplifðu 1914 myndu jafnframt upplifa ragnarökin við Harmagedon. Fyrst átti þetta að gerast 1925, sem brást, síðan 1940, sem líka brást og þegar ég ólst upp trúðum við öll boðskap öldunganna í Brooklin um að 1975 myndi stundin renna upp. Einnig það brást. Nú má sjá í ritum Vottanna að ártalið 1914 er látið smáhverfa í von um að allir gleymi því sem fyrst. Merkilegt með jafn afgerandi kenningu, í raun grundvöll trúarinnar, sem við eigum ekki að efast um að guðinn Jehóva hafi innblásið sínum mönnum, að þeir hafi annað hvort misskilið himnaföðurinn svona illilega, eða honum ekki tekist að koma þessu skiljanlega í höfuðstöðvarnar, á kontór Vottanna í NY. Beth Sarim Eitt af frekar spaugilegum málum sem þetta ameríska trúarsamfélag virðist fyrirverða sig fyrir og Vottar dagsins í dag eru almennt ekki upplýstir um, er bygging sem reist var í San Diego í Kaliforníu árið 1929, gagngert fyrir biblíulegar sögupersónur fortíðarinnar, þjóna drottins sem greint er frá í bókinni góðu. Þetta voru menn, vel að merkja eingöngu karlmenn, sem Rutherford, þáverandi forseti Vottanna, átti von á að birtast myndu fyrirvaralaust, upprisnir frá dauðum. Húsið fékk nafnið Beth Sarim (hebreska: Hús prinsanna) og var reyndar aðallega notað af Rutherford sjálfum á veturna, enda hentaði honum betur loftslagið þarna í suður Kaliforníu heldur en í Brooklin NY, alltént yfir vetrarmánuðina. Auk þess sem honum þótti betra að hafa þessa villu til afnota en hýrast í lítilli íbúð í Vottablokkinni í NY, eins og félagar hans urðu að sætta sig við. Húsið stendur enn þó að Natan H. Knorr, arftaki Rutherfords hafi selt það með þeirri skýringu, að það hefði þjónað tilgangi sínum hjá félaginu. Einhvern veginn er erfitt að koma auga á sannleik þeirrar fullyrðingar, því húsið hýsti aldrei þá höfðingja sem því var ætlað. Þó Varðturnsfélagið væri formlegur eigandi þessa slots, var tekið fram í afsali þess að eiginlegir eigendur væru Abraham ættfaðir Ísraelsmanna, Móses biblíuritari og Davíð konungur, ásamt með öðrum dyggum drottins þjónum, sem segir frá í gamla testamentinu. Rutherford fannst þessi gerningur bera vott um svo mikla trú að hann sá ástæðu til að básúna hann í fjölmiðlum, sem eðlilega báru fram áhugaverðar spurningar, eins og t.d. í hvernig líkamlegu ástandi hinir látnu myndu vera þegar þeir, eftir árþúsundir í gröfum sínum spryttu fjálglega upp úr moldinni. Einnig voru blaðamenn með vangaveltur um það, hvers vegna menn sem dáið höfðu í Palestínu fyrir nokkur þúsund árum, tækju upp á að birtast ljóslifandi í suðurhluta Kaliforníu, svona upp úr þurru og vildu jafnframt vita hvaða tungumál þeir myndu tala. Einhvern veginn töldu öldungar safnaðarins að sambærilegt loftslag þarna og í Palestínu, ásamt því að pálmum og fíkjutrjám hefði verið plantað umhverfis húsið, væru haldbær rök fyrir þessari óumræðanlegu fjarstæðu. Heilmiklar upplýsingar um húsið og Rutherford má sækja á netið, m.a. á Wikipediu. Höfundur er fyrrverandi meðlimur Votta Jehóva.
Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37
Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar